Jafnréttið mest á Íslandi

AFP

Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem jafnréttið er mest samkvæmt nýrri samantekt World Economic Forum. Er þetta fimmta árið í röð sem Ísland skipar fyrsta sætið. Finnland er í öðru sæti, Noregur er í því þriðja og Svíþjóð fjórða.

Jafnrétti kynjanna er skoðað í 136 löndum og eru það fjögur atriði sem eru höfð til hliðsjónar. Stjórnmálaþátttaka, efnahagsleg, heilsa og menntun. Af þeim 136 löndum sem voru skoðuð bættu 86 sig á milli ára. Ísland, ásamt norrænu ríkjunum sem skipa næstu þrjú sæti listans hafa náð jafnræði milli kynjanna í 80% tilvika þegar kemur að þessum fjórum sviðum.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina