Búið að yfirbuga byssumanninn

Búið er að yfirbuga byssumanninn sem lögreglan sat um í Árbæjarhverfi síðan snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Fjölmörgum skotum var hleypt af í morgun eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Lögreglan skaut m.a. reyksprengju inn um eldhúsglugga íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum mbl.is er byssumaðurinn slasaður og hefur verið fluttur á slysadeild.

Maðurinn var vopnaður og hafði skotið á lögreglu í morgun. Íbúar í nágrenninu sem mbl.is hefur rætt við í morgun heyrðu mikla skothríð. Íbúi segist hafa séð þegar maðurinn var borinn út úr íbúðinni á sjúkrabörum nú um kl. 7 í morgun. Annar íbúi lýsti því fyrir mbl.is fyrr í morgun er hann sá inn um glugga íbúðarinnar hvar maðurinn lá vopnaður uppi í rúmi í svefnherberginu.

Lögreglan lokaði stóru svæði í Árbænum og var með gríðarlegan viðbúnað. Vopnaðir sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðinni og vörpuðu m.a. reyksprengju inn í íbúðina að sögn nágranna sem fylgdist með aðgerðunum í morgun.

Íbúðir í húsinu sem maðurinn var í voru rýmdar snemma í morgun. Íbúarnir voru fluttir í Árbæjarkirkju í strætisvagni.

Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun.
Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun. mbl.is
Lögreglan lokaði stóru svæði.
Lögreglan lokaði stóru svæði. mbl.is/Jakob Fannar
Stóru svæði hefur verið lokað fyrir allri umferð og íbúðir …
Stóru svæði hefur verið lokað fyrir allri umferð og íbúðir hafa verið rýmdar. Morgunblaðið/Rósa Braga
Lögreglubílar í röð við fjölbýlishús í Árbænum í morgun.
Lögreglubílar í röð við fjölbýlishús í Árbænum í morgun. mbl.is
Íbúi í nágrenni hússins sem vopnaði maðurinn er í sendi …
Íbúi í nágrenni hússins sem vopnaði maðurinn er í sendi mbl.is þessa mynd af sérsveitarmönnum á vettvangi. mbl.is
Sérsveitarmenn á vettvangi í morgun.
Sérsveitarmenn á vettvangi í morgun. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka