Byssumaðurinn er látinn

Maðurinn sem hleypti af skotum í Hraunbænum í nótt er látinn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum, en maðurinn kom á spítalann með skotsár. Samkvæmt heimildum mbl.is var maðurinn á sextugsaldri.

Lögreglan sat um íbúð mannsins frá því snemma í morgun. Maðurinn skaut á lögreglu sem skaut svo m.a. reyksprengju inn í íbúðina. 

Fjölmörgum skotum var hleypt af í morgun og hafa íbúar lýst skelfingu sinni í samtali við mbl.is. Var maðurinn svo yfirbugaður og fluttur á Landspítalann þar sem hann lést af sárum sínum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má heyra skothríð við íbúð mannsins í morgun.

Vopnaðir sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðinni í morgun. Stóru svæði í nágrenni fjölbýlishússins þar sem maðurinn bjó var lokað. Þá voru íbúðir í húsinu rýmdar og fólk flutt í Árbæjarkirkju þar sem því var boðin áfallahjálp.

Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun.
Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka