Einn lögreglumaður særðist

Einn lögreglumaður særðist í aðgerðum lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Hraunbæ í morgun. Lögreglan sat um íbúð manns sem skaut m.a. á lögreglu.

Samkvæmt heimildum mbl.is var lögreglumaðurinn fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Lögreglan skaut fjölmörgum skotum að íbúð mannsins í morgun og m.a. reyksprengju inn um eldhúsglugga íbúðarinnar.

Byssumaðurinn sem setið var um lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka