Ræða uppsagnir á RÚV á þingi

Starfsmannamál Ríkisútvarpsins verða tekin til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og til andsvara verður Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.

Umræðan hefst kl. 15.30.

Í kvöld hefur verið boðað til samstöðufundar um Ríkisútvarpið í Háskólabíói. 

Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður.´

<a href="https://www.facebook.com/events/647372261980922" target="_blank">Facebook-síða samstöðufundarins</a>

mbl.is

Bloggað um fréttina