Sjálfstæðisflokkur með 25%

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 15. til 22. janúar.

Flokkurinn fær 25% atkvæða og 4 borgarfulltrúa kjörna. Hann fékk 33,6% atkvæða í kosningunum 2010 og 5 fulltrúa.

Meirihlutinn í borgarstjórn heldur sínum 9 fulltrúum samkvæmt könnuninni. Þó verður tilfærsla á einum fulltrúa á milli flokkanna sem hann mynda Samfylkingunni í hag. Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, mælist með 29,3% fylgi og fengi 5 fulltrúa kjörna. Samfylkingin mælist með 21,8% fylgi og fengi 4 fulltrúa.

Píratar njóta fylgis 10,5% kjósenda og ná inn einum manni í borgarstjórn. VG heldur sínum fulltrúa með 8,2% fylgi. Framsóknarflokkurinn er úti í kuldanum með 2,8% fylgi og engan fulltrúa, að því er fram kemur í fréttaskýringu um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »