Ekkert sprengt í níu daga

Vatnið sem rennur nú um göngin er 50 gráðu heitt.
Vatnið sem rennur nú um göngin er 50 gráðu heitt. Af Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga

Ekki hefur verið hægt að sprengja í Vaðlaheiðargöngum í níu daga. Heitavatnsæðin sem fannst í Vaðlaheiðargöngum í síðustu viku er 15 til 20 metrum fyrir innan gangastafninn og er hún þvert á sjálf göngin. Þetta kemur fram í frétt á vef Vikudags. 

Miklu magni af steypu hefur verið dælt í holur til að þétta bergið en þær aðgerðir hafa enn ekki skilað árangri.

 Æðin fannst á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur ekkert verið hægt að spengja síðan þá, þar sem ekki hefur tekist að loka æðinni. Vatnið er rúmlega 50 gráðu heitt og rennslið er á bilinu 60 til 70 lítrar á sekúndu.

Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga ehf segir að sænskur sérfræðingur hafi verið kallaður til skrafs og ráðagerða. 

Sjá ítarlegri frétt á vef Vikudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert