Tveir jarðskjálftar við Heklu

Eldfjallið Hekla séð frá Gunnarsholtsvegi.
Eldfjallið Hekla séð frá Gunnarsholtsvegi. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir jarðskjálftar hafa mælst við Heklu undanfarinn sólarhring. Einn varð um níuleytið í gærkvöldi og annar skömmu eftir hádegi í dag en þeir voru báðir að stærð 1,2, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.

Pálmi Erlendsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir það koma fyrir að jarðskjálftar mælist við eldfjallið en að yfirleitt séu það, eins og í þessum tilvikum, örskjálftar.

„Þetta er ekki beint neitt til þess að hafa áhyggjur af. Hekla er nú samt óútreiknanleg eins og við þekkjum og margir segja að það sé kominn tími á hana. En maður getur ekki séð að svona stöku skjálftar séu forboði um eitthvað verra,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert