Ók á hreindýrahjörð

Aðkoman í morgun.
Aðkoman í morgun. Ljósmynd/Pálmi Egilsson

Ekið var á hreindýrahjörð við bæinn Hauksstaði í Vesturárdal í Vopnafirði seint í gærkvöldi. Talað er að allt að átta hreindýr hafi drepist.

Lögreglunni á svæðinu var gert viðvart um áreksturinn um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn sagði að hreindýrahjörðin hefði mjög skyndilega hlaupið í veg fyrir bílinn, með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn var einn á ferð og urðu engin meiðsli á honum. Bíllinn er aftur á móti mikið skemmdur.

Ljósmynd/Pálmi Egilsson
mbl.is

Bloggað um fréttina