Fréttir kvenna aftar í röðina

„Í samfélagi þar sem tengingin á milli þess að vera fyrstur og þess að vera bestur lærist strax á barnsaldri sendir það einfaldlega ákveðin skilaboð út í samfélagið ef efni eftir karla raðast fremst í fréttatímann og fréttir kvenna þar á eftir,“ segir Arnhildur Hálfdánardóttir, sem skrifaði lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands um muninn á efnistökum og vægi frétta eftir karla og konur.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort munur væri á efnistökum karla og kvenna og hvort framlag þeirra væri jafn mikils metið. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að munur er þar á og að fréttir karla raðast frekar framarlega í fréttatímann en fréttir kvenna.

„Ég hef pælt svolítið í röðun frétta. Fyrstu fréttir fréttatímans eru jafnan taldar mikilvægastar og ég velti því fyrir mér hvort fréttir eftir konur færu síður framarlega í tímann, og ef svo væri, hvaða áhrif það hefði.“

Aðgengi skert vegna hefðar

Hún skoðaði muninn á tveimur miðlum, Ríkisútvarpinu og Stöð 2, og segir muninn á efnistökum kynjanna hafa verið mun meiri á Stöð 2 en á RÚV. „Fréttamenn töldu efnistök frekar ráðast af áhuga en aðgengi, en aðgengi kann þó að vera skert á sumum sviðum vegna hefðar, þ.e. þess að hefð er komin á að karlar sinni þeim og konurnar vilja síður fara inn á „þeirra svið“ séu þeir á annað borð mættir til vinnu. Sumar sögðu að karlar gerðu efnahags- og stjórnmálafréttir svolítið að sínum og þessar fréttir væru meira metnar samkvæmt ráðandi fréttamati.“

Arnhildur gerði vettvangsathugun á ritstjórnarfundum og notaði niðurstöðurnar sem samræðugrundvöll í tíu viðtölum sem hún tók við fréttamenn á miðlunum. Karlkyns fréttamaður á Stöð 2 sagði konurnar þar hafa tilhneigingu til að einblína of mikið á mjúk mál. „Ég veit ekki hvort það er skortur á sjálfstrausti, mjög hæfir kvenkyns fréttamenn með góða menntun sem ég hef gert miklar kröfur til, mér finnst þeir ekki hafa staðið undir þeim væntingum,“ sagði hann.

Konur með 30% fyrstu frétta

Í rannsókninni kom fram að konur á Stöð 2 fluttu 18 fyrstu fréttir í desember og febrúar, eða 30% þeirra, og karlar 70%. Á RÚV var munurinn hins vegar minni, þar sem konur fluttu 43% fyrstu frétta en karlmenn 57%.

Fréttamenn bentu á að hver fréttamaður kæmi með hugmyndir að málum á morgunfundi sem gætu verið um hvað sem er og efnistökin réðust því frekar af áhuga en aðgengi þótt það kynni stundum að vera skert. 

Konurnar lýstu því yfir að þær vildu breyta fréttamatinu á miðlinum. „Ég myndi alls ekki segja að menningin væri þannig á Stöð 2 að konunum væri haldið frá stóru málunum. Við fáum líka að hafa frumkvæði, sem ég myndi segja að væri kannski helsti kosturinn við að vera þar. En svo kemur aftur þetta með fréttamatið, af hverju eru bankamálin og pólitíkin alltaf fyrsta og önnur frétt. Ég er alls ekki sammála því mati,“ sagði fréttakona á Stöð 2.

„Pungamenning“ á Stöð 2

Hún segir konurnar á Stöð 2 hafa nefnt dæmi sem bentu til þess að félagsleg samskipti væru kynjuð að einhverju leyti og karlar væru oft í betri tengslum við stjórnendur. „Það er svolítil pungamenning, það er ekki held ég meðvitað en það er samt staðreynd að aðalritstjóri er karl, fréttastjórarnir, ritstjórar og vaktstjórar hafa síðan í sumar allir verið karlmenn. Karlar tala meira við karla og konur meira við konur, það er þannig alls staðar. Auðvitað skapar þetta ójafnvægi," sagði fréttakona á Stöð 2.

Á báðum stöðvum voru tilhneigingar í þá átt að konur fjölluðu meira um félagslega innviði og karlar meira um efnahagsmál. Skiptingin var mjög skýr á Stöð 2, þar sem konur komu nær ekkert að fréttum um efnahagsmál, stjórnmál, atvinnulíf, iðnað eða skipulagsmál. Skiptingin var hins vegar mun jafnari á RÚV þótt karlar séu þar meira í umfjöllun um efnahagsmál, skipulagsmál og átök og stríð og konur meira í umfjöllun um heilbrigðismál og menntamál hafa verið tengd konum í hinum ýmsu rannsóknum.

Standa ekki jafnfætis körlum

Arnhildur segir niðurstöðurnar benda til þess að konur telji sig ekki standa algerlega jafnfætis körlum á Stöð 2. Hún segir mikla gerjun í jafnréttismálum hafa verið á miðlinum og að konur hafi fundið sig knúnar til þess að stofna kvenfélag, sem karl á miðlinum sagði ekki vera þörf fyrir. „Það virðist vera til staðar ákveðinn einhliða þrýstingur; konur eru hvattar til þess að verða meira eins og karlar til að ná árangri en ekki öfugt.“

Umræðugrundvöllur fyrir jafnréttismál

Arnhildur segist vona að rannsóknin geti meðal annars nýst sem umræðugrundvöllur fyrir dýpri og ítarlegi umræðu um þessi mál inni á miðlunum sjálfum. „Ég held að það sé mikilvægt að ræða jafnréttismál opinskátt og að sem flestir komi að mótun jafnréttisstefnu miðlanna, auk þess sem mér finnst mikilvægt að jafna hlutföll karla og kvenna í stjórnunarstöðum,“ sagði hún.

Þá telur hún að best væri ef konur og karlar væru svipað oft með fréttir framarlega í tímanum. „Ég veit ekki hver besta lausnin er, hvort það er að breyta fréttamatinu eða stuðla að því að konur og karlar komi sem jafnast að öllum efnisflokkum.“

„Að mínu mati krefst jafnrétti ekki endilega einsleitni. Það krefst umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum og það krefst stefnumótunar, samvinnu, opinskárrar umræðu og gagnsæis.“

Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum ...
Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum við stjórnendur. Heiddi /Heiðar Kristjánsson
Arnhildur Hálfdánardóttir
Arnhildur Hálfdánardóttir
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV mbl.is/Ómar Óskarsson
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Strætisvagnsstjóri í síma undir stýri

14:28 Myndskeið náðist af strætisvagnsstjóra í dag þar sem hann virðist vera tala í síma undir stýri. „Þetta er náttúrulega stranglega bannað, þetta er lögbrot. Þegar við fáum svona ábendingar þá sendum við þær alltaf áfram á rétta aðila og þeir [vagnstjórarnir] eru áminntir í starfi,“ segir upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við mbl.is. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

13:40 Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

13:21 Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði afskipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Segir lögreglan að allir, fyrir utan einn, hafi verið til fyrirmyndar, eftir að hafa farið yfir reglur um skotveiðar, kannað skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn veiðimannanna. Meira »

Til Íslands á sæþotu frá Færeyjum

12:18 „Þetta er hrikalega flott. Þetta er þrautreyndur sæúlfur á sæþotu sem fer yfir mjög erfitt hafsvæði,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants frá Húsavík, um þýskan ævintýramann sem hann rakst á í hvalaskoðun um helgina. Meira »

Ekki áður séð hnúfubak svo innarlega

11:42 Guðni Albert Einarsson var á ferð inn Djúpið er hann kom auga á hnúfubak sem hann myndaði með dróna og deildi svo atvikinu á Facebook, en þar sést hvalurinn hrækja frá sér hvítri flygsu. „Hverju skyldi hann vera að hrækja út úr sér, ætli það sé plastpoki,“ segir Guðni í færslu sinni. Meira »

155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk

11:39 Rúmlega 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram um síðustu helgi. Um er að ræða talsvert hærri upphæð en í fyrra, en þá söfnuðust 118 milljónir. Meira »

Sóttu þýfið sjálf í kjallarageymslu

11:03 Berglind Haðardóttir sótti stolinn bakpoka bandarískrar ferðakonu í geymslurými í blokk í Breiðholti í gær. Hún hafði lýst eftir síma konunnar á Facebook-síðu íbúasamtaka í Breiðholti og gaf þjófnum tækifæri á að skila bakpokanum. Meira »

Þurfa örvun og hreyfingu í einangruninni

10:58 Á meðan einangrunarkrafan er í gildi munum við gera okkar allra besta til að hundar fái allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi. Að þeir fái andlega örvun, hreyfingu og samskipti.“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem rekur einangrunarstöðina Mósel. Meira »

Ekkert fékkst upp í kröfur vegna Dalsmynnis

10:32 Skiptum er lokið á þrotabúi hundaræktarinnar Dalsmynnis og fundust engar eignir í búinu að því er greint er frá í Lögbirtingarblaðinu í morgun. Var kröfum upp á rúmar 2,3 milljónir kr. lýst í búið og fékkst ekkert upp í þær. Meira »

Skólar Hafnarfjarðar nánast fullmannaðir

10:21 Einungis vantar að manna 0,7% stöðugildi leikskólakennara hjá Hafnarfjarðarbæ. Enga grunnskólakennara vantar hjá bænum og eru frístundarheimili vel mönnuð. Þetta segir Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi bæjarins. Meira »

Verðmæti dróst saman um 15%

09:42 Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017 var um 197 milljarðar króna sem er 15,2% minna en árið 2016.  Meira »

Árekstur á Bústaðavegi

09:08 Strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Bústaðavegi fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn lítils háttar og er talið líklegt að hann verði fluttur á slysadeild. Meira »

Kanna atferli í sumarhögum

08:18 Alls voru 118 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og næsta sumar. Það var Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar, sem dreifði staðsetningartækjum til sauðfjárbænda sem þeir settu á ærnar. Meira »

Skattkerfið fremur haganlegt hér

07:57 Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg, haganleg og einföld í samanburði við helstu nágrannaríki Íslands. Meira »

Vill enn fleiri áhorfendur

07:40 „Þetta er alltaf bara mögnuð tilfinning að klára maraþon,“ segir Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, sem kíkti í síðdegisþáttinn á K100. Hann hljóp á 2:26:43, sem er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni. Meira »

Átt þú skó í Eyjum?

07:37 Lögreglan í Vestmannaeyjum birti fjölda ljósmynda á Facebook-síðu sinni síðasta föstudag af óskilamunum frá Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Meira »

Snýst í norðanátt á morgun

06:57 Hægur vindur í dag og víða væta, einkum skúrir vestanlands en fyrir austan er það rigning eða súld. Á morgun snýst í norðlægari átt og léttir til fyrir sunnan, en skýjað norðan heiða. Víða má þó búast við skúrum, sér í lagi síðdegis. Meira »

Milljónir flúið land

05:30 Talið er að um 2,3 milljónir manna hafi flúið frá Venesúela á síðustu fjórum árum vegna efnahagskreppu.   Meira »

Hæstu launin um 1,5 milljónir

05:30 Borgarritari og sviðsstjórar velferðar-, skóla- og frístunda-, íþrótta- og tómstunda- og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar eru launahæstu embættismenn borgarinnar að því er fram kemur í svari kjaranefndar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...