Fréttir kvenna aftar í röðina

„Í samfélagi þar sem tengingin á milli þess að vera fyrstur og þess að vera bestur lærist strax á barnsaldri sendir það einfaldlega ákveðin skilaboð út í samfélagið ef efni eftir karla raðast fremst í fréttatímann og fréttir kvenna þar á eftir,“ segir Arnhildur Hálfdánardóttir, sem skrifaði lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands um muninn á efnistökum og vægi frétta eftir karla og konur.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort munur væri á efnistökum karla og kvenna og hvort framlag þeirra væri jafn mikils metið. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að munur er þar á og að fréttir karla raðast frekar framarlega í fréttatímann en fréttir kvenna.

„Ég hef pælt svolítið í röðun frétta. Fyrstu fréttir fréttatímans eru jafnan taldar mikilvægastar og ég velti því fyrir mér hvort fréttir eftir konur færu síður framarlega í tímann, og ef svo væri, hvaða áhrif það hefði.“

Aðgengi skert vegna hefðar

Hún skoðaði muninn á tveimur miðlum, Ríkisútvarpinu og Stöð 2, og segir muninn á efnistökum kynjanna hafa verið mun meiri á Stöð 2 en á RÚV. „Fréttamenn töldu efnistök frekar ráðast af áhuga en aðgengi, en aðgengi kann þó að vera skert á sumum sviðum vegna hefðar, þ.e. þess að hefð er komin á að karlar sinni þeim og konurnar vilja síður fara inn á „þeirra svið“ séu þeir á annað borð mættir til vinnu. Sumar sögðu að karlar gerðu efnahags- og stjórnmálafréttir svolítið að sínum og þessar fréttir væru meira metnar samkvæmt ráðandi fréttamati.“

Arnhildur gerði vettvangsathugun á ritstjórnarfundum og notaði niðurstöðurnar sem samræðugrundvöll í tíu viðtölum sem hún tók við fréttamenn á miðlunum. Karlkyns fréttamaður á Stöð 2 sagði konurnar þar hafa tilhneigingu til að einblína of mikið á mjúk mál. „Ég veit ekki hvort það er skortur á sjálfstrausti, mjög hæfir kvenkyns fréttamenn með góða menntun sem ég hef gert miklar kröfur til, mér finnst þeir ekki hafa staðið undir þeim væntingum,“ sagði hann.

Konur með 30% fyrstu frétta

Í rannsókninni kom fram að konur á Stöð 2 fluttu 18 fyrstu fréttir í desember og febrúar, eða 30% þeirra, og karlar 70%. Á RÚV var munurinn hins vegar minni, þar sem konur fluttu 43% fyrstu frétta en karlmenn 57%.

Fréttamenn bentu á að hver fréttamaður kæmi með hugmyndir að málum á morgunfundi sem gætu verið um hvað sem er og efnistökin réðust því frekar af áhuga en aðgengi þótt það kynni stundum að vera skert. 

Konurnar lýstu því yfir að þær vildu breyta fréttamatinu á miðlinum. „Ég myndi alls ekki segja að menningin væri þannig á Stöð 2 að konunum væri haldið frá stóru málunum. Við fáum líka að hafa frumkvæði, sem ég myndi segja að væri kannski helsti kosturinn við að vera þar. En svo kemur aftur þetta með fréttamatið, af hverju eru bankamálin og pólitíkin alltaf fyrsta og önnur frétt. Ég er alls ekki sammála því mati,“ sagði fréttakona á Stöð 2.

„Pungamenning“ á Stöð 2

Hún segir konurnar á Stöð 2 hafa nefnt dæmi sem bentu til þess að félagsleg samskipti væru kynjuð að einhverju leyti og karlar væru oft í betri tengslum við stjórnendur. „Það er svolítil pungamenning, það er ekki held ég meðvitað en það er samt staðreynd að aðalritstjóri er karl, fréttastjórarnir, ritstjórar og vaktstjórar hafa síðan í sumar allir verið karlmenn. Karlar tala meira við karla og konur meira við konur, það er þannig alls staðar. Auðvitað skapar þetta ójafnvægi," sagði fréttakona á Stöð 2.

Á báðum stöðvum voru tilhneigingar í þá átt að konur fjölluðu meira um félagslega innviði og karlar meira um efnahagsmál. Skiptingin var mjög skýr á Stöð 2, þar sem konur komu nær ekkert að fréttum um efnahagsmál, stjórnmál, atvinnulíf, iðnað eða skipulagsmál. Skiptingin var hins vegar mun jafnari á RÚV þótt karlar séu þar meira í umfjöllun um efnahagsmál, skipulagsmál og átök og stríð og konur meira í umfjöllun um heilbrigðismál og menntamál hafa verið tengd konum í hinum ýmsu rannsóknum.

Standa ekki jafnfætis körlum

Arnhildur segir niðurstöðurnar benda til þess að konur telji sig ekki standa algerlega jafnfætis körlum á Stöð 2. Hún segir mikla gerjun í jafnréttismálum hafa verið á miðlinum og að konur hafi fundið sig knúnar til þess að stofna kvenfélag, sem karl á miðlinum sagði ekki vera þörf fyrir. „Það virðist vera til staðar ákveðinn einhliða þrýstingur; konur eru hvattar til þess að verða meira eins og karlar til að ná árangri en ekki öfugt.“

Umræðugrundvöllur fyrir jafnréttismál

Arnhildur segist vona að rannsóknin geti meðal annars nýst sem umræðugrundvöllur fyrir dýpri og ítarlegi umræðu um þessi mál inni á miðlunum sjálfum. „Ég held að það sé mikilvægt að ræða jafnréttismál opinskátt og að sem flestir komi að mótun jafnréttisstefnu miðlanna, auk þess sem mér finnst mikilvægt að jafna hlutföll karla og kvenna í stjórnunarstöðum,“ sagði hún.

Þá telur hún að best væri ef konur og karlar væru svipað oft með fréttir framarlega í tímanum. „Ég veit ekki hver besta lausnin er, hvort það er að breyta fréttamatinu eða stuðla að því að konur og karlar komi sem jafnast að öllum efnisflokkum.“

„Að mínu mati krefst jafnrétti ekki endilega einsleitni. Það krefst umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum og það krefst stefnumótunar, samvinnu, opinskárrar umræðu og gagnsæis.“

Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum ...
Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum við stjórnendur. Heiddi /Heiðar Kristjánsson
Arnhildur Hálfdánardóttir
Arnhildur Hálfdánardóttir
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV mbl.is/Ómar Óskarsson
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »

Rómantískt hælsæri

09:31 Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Meira »

Nýir talsmenn barna á Alþingi

08:53 Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Meira »

Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

08:18 Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt. Meira »

Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

08:57 Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Meira »

Styrkt fyrir 340 milljónir króna

08:37 Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki. Meira »

Áfram hlýtt í veðri

06:49 Fremur hæg sunnanátt í dag og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að mestu.  Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Símstöð MACROTEL.
Símstöð selst ódýrt, aðeins 4000kr. uppl.sími: 8691204 ...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...