Fréttir kvenna aftar í röðina

„Í samfélagi þar sem tengingin á milli þess að vera fyrstur og þess að vera bestur lærist strax á barnsaldri sendir það einfaldlega ákveðin skilaboð út í samfélagið ef efni eftir karla raðast fremst í fréttatímann og fréttir kvenna þar á eftir,“ segir Arnhildur Hálfdánardóttir, sem skrifaði lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands um muninn á efnistökum og vægi frétta eftir karla og konur.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort munur væri á efnistökum karla og kvenna og hvort framlag þeirra væri jafn mikils metið. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að munur er þar á og að fréttir karla raðast frekar framarlega í fréttatímann en fréttir kvenna.

„Ég hef pælt svolítið í röðun frétta. Fyrstu fréttir fréttatímans eru jafnan taldar mikilvægastar og ég velti því fyrir mér hvort fréttir eftir konur færu síður framarlega í tímann, og ef svo væri, hvaða áhrif það hefði.“

Aðgengi skert vegna hefðar

Hún skoðaði muninn á tveimur miðlum, Ríkisútvarpinu og Stöð 2, og segir muninn á efnistökum kynjanna hafa verið mun meiri á Stöð 2 en á RÚV. „Fréttamenn töldu efnistök frekar ráðast af áhuga en aðgengi, en aðgengi kann þó að vera skert á sumum sviðum vegna hefðar, þ.e. þess að hefð er komin á að karlar sinni þeim og konurnar vilja síður fara inn á „þeirra svið“ séu þeir á annað borð mættir til vinnu. Sumar sögðu að karlar gerðu efnahags- og stjórnmálafréttir svolítið að sínum og þessar fréttir væru meira metnar samkvæmt ráðandi fréttamati.“

Arnhildur gerði vettvangsathugun á ritstjórnarfundum og notaði niðurstöðurnar sem samræðugrundvöll í tíu viðtölum sem hún tók við fréttamenn á miðlunum. Karlkyns fréttamaður á Stöð 2 sagði konurnar þar hafa tilhneigingu til að einblína of mikið á mjúk mál. „Ég veit ekki hvort það er skortur á sjálfstrausti, mjög hæfir kvenkyns fréttamenn með góða menntun sem ég hef gert miklar kröfur til, mér finnst þeir ekki hafa staðið undir þeim væntingum,“ sagði hann.

Konur með 30% fyrstu frétta

Í rannsókninni kom fram að konur á Stöð 2 fluttu 18 fyrstu fréttir í desember og febrúar, eða 30% þeirra, og karlar 70%. Á RÚV var munurinn hins vegar minni, þar sem konur fluttu 43% fyrstu frétta en karlmenn 57%.

Fréttamenn bentu á að hver fréttamaður kæmi með hugmyndir að málum á morgunfundi sem gætu verið um hvað sem er og efnistökin réðust því frekar af áhuga en aðgengi þótt það kynni stundum að vera skert. 

Konurnar lýstu því yfir að þær vildu breyta fréttamatinu á miðlinum. „Ég myndi alls ekki segja að menningin væri þannig á Stöð 2 að konunum væri haldið frá stóru málunum. Við fáum líka að hafa frumkvæði, sem ég myndi segja að væri kannski helsti kosturinn við að vera þar. En svo kemur aftur þetta með fréttamatið, af hverju eru bankamálin og pólitíkin alltaf fyrsta og önnur frétt. Ég er alls ekki sammála því mati,“ sagði fréttakona á Stöð 2.

„Pungamenning“ á Stöð 2

Hún segir konurnar á Stöð 2 hafa nefnt dæmi sem bentu til þess að félagsleg samskipti væru kynjuð að einhverju leyti og karlar væru oft í betri tengslum við stjórnendur. „Það er svolítil pungamenning, það er ekki held ég meðvitað en það er samt staðreynd að aðalritstjóri er karl, fréttastjórarnir, ritstjórar og vaktstjórar hafa síðan í sumar allir verið karlmenn. Karlar tala meira við karla og konur meira við konur, það er þannig alls staðar. Auðvitað skapar þetta ójafnvægi," sagði fréttakona á Stöð 2.

Á báðum stöðvum voru tilhneigingar í þá átt að konur fjölluðu meira um félagslega innviði og karlar meira um efnahagsmál. Skiptingin var mjög skýr á Stöð 2, þar sem konur komu nær ekkert að fréttum um efnahagsmál, stjórnmál, atvinnulíf, iðnað eða skipulagsmál. Skiptingin var hins vegar mun jafnari á RÚV þótt karlar séu þar meira í umfjöllun um efnahagsmál, skipulagsmál og átök og stríð og konur meira í umfjöllun um heilbrigðismál og menntamál hafa verið tengd konum í hinum ýmsu rannsóknum.

Standa ekki jafnfætis körlum

Arnhildur segir niðurstöðurnar benda til þess að konur telji sig ekki standa algerlega jafnfætis körlum á Stöð 2. Hún segir mikla gerjun í jafnréttismálum hafa verið á miðlinum og að konur hafi fundið sig knúnar til þess að stofna kvenfélag, sem karl á miðlinum sagði ekki vera þörf fyrir. „Það virðist vera til staðar ákveðinn einhliða þrýstingur; konur eru hvattar til þess að verða meira eins og karlar til að ná árangri en ekki öfugt.“

Umræðugrundvöllur fyrir jafnréttismál

Arnhildur segist vona að rannsóknin geti meðal annars nýst sem umræðugrundvöllur fyrir dýpri og ítarlegi umræðu um þessi mál inni á miðlunum sjálfum. „Ég held að það sé mikilvægt að ræða jafnréttismál opinskátt og að sem flestir komi að mótun jafnréttisstefnu miðlanna, auk þess sem mér finnst mikilvægt að jafna hlutföll karla og kvenna í stjórnunarstöðum,“ sagði hún.

Þá telur hún að best væri ef konur og karlar væru svipað oft með fréttir framarlega í tímanum. „Ég veit ekki hver besta lausnin er, hvort það er að breyta fréttamatinu eða stuðla að því að konur og karlar komi sem jafnast að öllum efnisflokkum.“

„Að mínu mati krefst jafnrétti ekki endilega einsleitni. Það krefst umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum og það krefst stefnumótunar, samvinnu, opinskárrar umræðu og gagnsæis.“

Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum ...
Fréttakona á Stöð 2 segir karla vera í betri tengslum við stjórnendur. Heiddi /Heiðar Kristjánsson
Arnhildur Hálfdánardóttir
Arnhildur Hálfdánardóttir
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV
Munurinn á efnistökum kynjanna var minni hjá RÚV mbl.is/Ómar Óskarsson
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum
Karlar eru oftar með fyrstu fréttirnar í fréttatímanum mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...