Reykja og drekka minna en áður

18% ungmenna stunda íþróttir með íþróttafélagi reglulega
18% ungmenna stunda íþróttir með íþróttafélagi reglulega mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Reykvísk ungmenni drekka minna áfengi og reykja síður sígarettur en áður samkvæmt nýrri skýrslu Rannsókna og greiningar sem út kom í gær. Jafnframt eyða ungmennin meiri tíma með foreldrum sínum og þeir vita auk þess frekar hvar börn sín eru stödd um kvöld og helgar.

Skýrslan er unnin úr spurningalistum sem lagðir voru fyrir ungmenni á elsta stigi grunnskóla. Sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarna áratugi, en líðan ungmenna virðist almennt hafa batnað, vímuefnaneysla minnkað og samverustundir fjölskyldna aukist síðastliðin 15-20 ár ef marka má niðurstöður.

Vímuefnaneysla minnkar gríðarlega

3% reykvískra 10. bekkinga reykja nú daglega, en talan hefur lækkað um eitt prósentustig árlega frá því árið 2010. Hlutfall 10. bekkinga sem reyktu daglega í Reykjavík árið 1997 var 23%.

Sama þróun á sér stað þegar kemur að áfengisneyslu, en á meðan 64% 10. bekkinga höfðu orðið ölvaðir a.m.k. einu sinni um ævina árið 1997 er hlutfallið 15% í dag. Þróunin er eins hjá ungmennum utan Reykjavíkur.

Neysla munntóbaks hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið, en hún hefur minnkað mikið frá árinu 2010. Þá sögðust 12-13% 10. bekkinga hafa notað slíkt tóbak einu sinni eða oftar síðustu 30 daga, en nú aðeins 2-3%.

Foreldrar og börn oftar saman

Samhliða minnkandi vímuefnaneyslu hefur samverustundum ungmenna með foreldrum sínum fjölgað mikið, en um helmingur nemenda í 9. og 10. bekk segist oft eyða tíma með foreldrum sínum utan skóla á virkum dögum, en þar er um að ræða tvöföldun frá 1997. Rétt rúmlega 80% nemenda í Reykjavík og utan hennar segja sömuleiðis að foreldrar sínir viti almennt hvar þeir séu staddir á kvöldin, en árið 2000 var hlutfallið 69% í Reykjavík og 59% utan borgarinnar.

Hlutfall þeirra nemenda í Reykjavík sem telja foreldra sína glíma við fjárhagsvanda er um 18% og er það lækkun um 2% frá árinu 2012, en þó hærra en þau 16% sem mældust 2006. Hlutfall nemenda sem áttu atvinnulaust foreldri eða höfðu séð foreldra sína rífast alvarlega náði hámarki árið 2010, en hefur minnkað umtalsvert í nýju rannsókninni. 27% höfðu orðið vitni að alvarlegu rifrildi 2010, en 20% í ár og þeir sem eiga atvinnulaust foreldri eru nú 14% í stað 20% árið 2010.

Einelti algengara á netinu

Einelti á netinu er nokkuð algengara en líkamlegt ofbeldi og árásir, en einn af hverjum tíu 10. bekkingum í Reykjavík hefur sent andstyggileg eða særandi skilaboð til einhvers á netinu einu sinni til tvisvar á ævinni. 14% nemenda hafa hins vegar fengið slík skilaboð send sjálfir, á meðan 6% hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þessar tölur eru um einu til tveimur prósentustigum hærri utan Reykjavíkur.

Tölvuleikjaspilun á netinu mælist ekki ýkja mikil en nemendur eyða hins vegar talsverðum tíma á samfélagsmiðlum. Rúmlega 40% 10. bekkinga eyða hálfri til einni klukkustund á sólarhring á samfélagsmiðlum og 35% eyða tveimur til þremur klukkustundum á slíkum miðlum. 18% 9. og 10. bekkinga í Reykjavík stundar hins vegar íþróttir með íþróttafélagi einu sinni til þrisvar í viku.

81% nemenda hamingjusamir

Hvað varðar almenna líðan og sjálfsmynd eru 81% nemenda hamingjusamir og ánægðir með líf sitt. 35% þykja þeir ófríðir eða óaðlaðandi en 64% eru ánægðir með líkama sinn.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að árangur ungmenna í borginni síðustu tvo áratugi megi þakka eftirliti, stuðningi og magni tíma sem fag- og forsjáraðilar eyða með ungmennum. Jafnframt sé þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi stór áhrifavaldur sem og öflugt forvarnarstarf sem unnið hefur verið undanfarin ár.

Skýrsla Rannsókna og greiningar í heild

Frétt á vef Reykjavíkurborgar

Notkun samfélagsmiðla er mikil meðal ungmenna
Notkun samfélagsmiðla er mikil meðal ungmenna mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...