Stór skriða féll í Öskjuvatn

Hér má sjá Víti, sem er vatnið nær og Öskjuvatn …
Hér má sjá Víti, sem er vatnið nær og Öskjuvatn sem er vatnið fjær. mbl.is/Sigurður Bogi

Stór skriða féll í Öskjuvatn stuttu fyrir miðnætti í gær, sem orsakaði flóðbylgju í vatnini. Kom bylgjan hreyfingu á allt laust efni sem fyrir var. Mældist mikill óró á jarðskjálftamælum í um 20 mínútur eftir á. Hlýtt hefur verið á svæðinu og mikil snjóbráð myndast sem hugsanlega hefur komið af stað skriðunni. 

Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, sagði að gríðarlegt hrun hafi orðið úr suðaustanverðri öskjunni. Ármann Höskuldsson jarðfræðingur skoðaði verksummerkin í gær. „Hann áætlaði gróflega að a.m.k. 24 milljónir rúmmetra hefðu fallið ofan í vatnið. Sjálft jarðfallið væri enn stærra,“ sagði Hjörleifur. 

Við hrunið hækkaði vatnsyfirborð Öskjuvatns um a.m.k. tvo metra. Skriðan olli fljóðbylgju sem gekk allt að 100-120 metra upp fyrir vatnsborð Öskjuvatns. 

Að sögn Hjörleifs var bylgjan svo mikil að það flæddi úr Öskjuvatni yfir í Víti. 

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að ljós mökkur hafi stigið upp, en óljóst sé hvort um gufustrók hafi verið að ræða eða annað. Munu vísindamenn og almannavarnir funda í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna. Öll umferð í Öskju þangað til niðurstaða fundarins liggur fyrir er bönnuð enda getur Öskjubarmurinn verið óstöðugur á köflum og meira laust efni getur hrunið í vatnið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka