Sigdældir suðaustan við Bárðarbungu

Mynd sem var tek­in í eft­ir­lits­flugi Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag fyr­ir …
Mynd sem var tek­in í eft­ir­lits­flugi Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag fyr­ir norðan Dyngju­jök­ul. Hún sýn­ir sprung­ur sem hafa hreyfst sem bú­ast megi við í tengsl­um við kviku­gang­inn sem hef­ur verið á hreyf­ingu. Sprung­urn­ar ná um það bil fjóra km norður fyr­ir Dyngju­jök­ul. mynd/Tobias Dürig hjá Jarðvísindsstofnun HÍ

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að vísindamenn hafi orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið hafi verið í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu.

Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna.

Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða

mbl.is