Kvennaathvarfið fær fé Jóns Gnarr

Yoko Ono sparaði ekki lofið á Ísland þegar hún afhenti verðlaun Lennon Ono Peace Fund í Hörpu fyrr í dag. Landið sem væri ægifagurt og verndað af álfum væri farið að tákna von um frið og samhljóm hjá fólki um allan heim.

Viðtakendur verðlaunanna þau Jann Wenner einn stofn­enda tíma­rits­ins Roll­ing Stone, Jeremy Gilley stofn­andi sam­tak­anna Peace One Day og þau Dor­een Remen og Yvonne Force Villareal Stofn­end­ur sam­tak­anna Art Producti­on Fund hvatti hún sérstaklega til að heimsækja Snæfellsnes.

 Jón Gnarr tilkynnti að hann myndi láta verðlaunaféð sem nemur um 6 milljónum króna renna til Kvennaathvarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert