30% matvæla fer í ruslið

Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er ...
Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er urðaður. Stórvirkar vinnuvélar moka vandlega yfir herlegheitin svo yfirborðið verði slétt og fellt. mbl.is/Rax

Innlendir sérfræðingar og þrír erlendir fyrirlesarar fluttu erindi um aðferðir í baráttunni gegn matarsóun á málþingi í Norræna húsinu í dag. Málþingið var á vegum Landverndar, Kvenfélagasambands Íslands og Vakanda og segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hjá Landvernd, málþingið hafa verið fyrsta skrefið í að hefja umræðu um matarsóun fyrir alvöru hér á landi.

„Hér á Íslandi eru ekki til neinar tölur um matarsóun, það hefur aldrei verið ráðist í rannsóknir á þessu,“ segir Sigríður. „Ef við miðum við Norðurlöndin þá má gera ráð fyrir því að 30% af því sem við kaupum fari beint í ruslið.“ 

Sigríður segir að hingað til hafi skort samtal á Íslandi um matarsóun. „Við vorum með svo marga ólíka aðila á málþinginu, fólk úr nýsköpunargeiranum, heildsala, smásala, hið opinbera og fólk frá borginni og matvælastofnun. Það að við náðum öllu þessu fólki saman gerir okkur viss um að það sé að fara að skila einhverjum árangri. Þegar á hólminn er komið þá hefur ekki verið nein umræða en vonandi var þetta fyrsta skrefið.“

Vilja gera íslenska rannsókn

Sigríður tekur fram að hér sé ekki verið að mæla skrælt kartöfluhýði eða appelsínubörk heldur mat sem sjálfsagt væri að bera á borð fyrir fólk. Hún segir Landsvernd hafa sótt um styrk til að geta farið í grunnrannsókn á matarsóun í Reykjavík.

„Ef við fáum styrk til þess viljum við ráðast í stærri rannsókn og mæla matarsóun á Íslandi því það gengur auðvitað ekki upp að ætla að taka á vandamáli sem enginn veit hversu umfangsmikið er,“ segir Sigríður. „Við köllum eftir því að stjórnvöld hlusti á okkur og veiti styrk svo hægt sé að fara í mælingar á þessu.“

Matarsóun er umhverfismál

Sigríður segir flesta eflaust kannast við að fara svangir út í búð og kaupa meira en þeim vantaði eða skipuleggja búðarferðir illa. „Það endar á því að það fer allskonar óþarfi í körfuna og maður kemur kannski heim með eitthvað sem maður átti tvennt af fyrir,“segir hún.

Sigríður telur ljóst að Íslendingar hljóti að vilja vita hversu mikið af mat fer til spillis dags daglega enda sé raunin sú að flestir hendi mun meira magni af matvöru en þeir gera sér grein fyrir. Hún segir matarsóun hafa mikil áhrif á umhverfið og að þess vegna sé málefnið sérlega hugleikið Landvernd.

 „Þú ert ekki bara að henda mat, þú ert að henda auðlindum. Það er búið að eyða bæði landsvæði, orku, vatni, oft er maturinn búinn að ferðast langar vegalengdir og það gerir þetta að umhverfislegu vandamáli. Þetta er líka félagslegt vandamál því að á meðan að margir svelta er fullt af mat hent og víða erlendis er þrælavinna í gangi við að búa til matinn okkar til að við getum fengið hann sem ódýrastan. Í þriðja lagi er vandamálið fjárhagslegt því við erum að henda því sem við erum búin að kaupa og það snertir að sjálfsögðu budduna okkar.“

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...