Hvernig Gummi varð Bambi

Bambi Guðjónsson ákvað að taka upp nýtt eiginnafn.
Bambi Guðjónsson ákvað að taka upp nýtt eiginnafn. mbl.is/Golli

Bambi Guðjónsson, 28 ára gamall Reykvíkingur, valdi eiginnafnið sitt sjálfur. Hann hét áður Guðmundur Andrés.

Í samtali um þetta efni í Morgunblaðinu í dag segir hann að það komi enn fyrir að hans nánustu kalli hann Gumma en kunningjar hans og vinir í netheimum hafa lengi þekkt hann undir nafninu Bambi.

„Það eru 10-14 ár síðan ég fór að hugsa um að skipta um nafn. Ég byrjaði að nota nafnið Bambi á netinu þegar ég var í kringum 14 ára aldurinn,“ sagði Bambi. „Ég hét áður svo venjulegu nafni að ef einhver kallaði nafnið mitt í hópi þá sneru svona tuttugu hausar sér við. Það var svolítið pirrandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »