Skilinn eftir á röngum stað

Bíll sem undirverktaki Strætó notar til að aka fötluðum í …
Bíll sem undirverktaki Strætó notar til að aka fötluðum í ferðaþjónustu fatlaðra. Morgunblaðið/Golli

Móðir mikið fatlaðs manns segir að ferðaþjónusta fatlaðs fólks hafi skilið hann eftir á röngum stað án þess að nokkur væri til að taka á móti honum. Hann hafi einnig verið skilinn eftir í síðustu viku. Hún vill að núverandi kerfi í ferðaþjónustunni verði lagt niður og það gamla tekið upp að nýju.

Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir er móðir Þórðar Guðlaugssonar. Doddi, eins og hann er kallaður, er mjög málhaltur og gengur við tvo stafi. Hún skrifaði á Facebook-síðu sína í dag um reynslu þeirra af ferðaþjónustu fatlaðs fólks á vegum Strætó.

„Maður er orðinn gráti nær, það var verið að hringja frá endurhæfingunni í Kópavogi og hvað haldið þið? Doddi var skilinn eftir þar fyrir utan, ekki talað við neinn og hann átti ekki að fara þangað, en hann var með síma og gat hringt í mömmu sína og starfsmaður talaði við mig og ætlar að kalla aftur á ferða(þjónustuna) til að skutla honum á réttan stað,“ skrifaði Bryndís.

Í samtali við mbl.is segir hún að Doddi hafi átt að fara á stað í nágrenninu en hann hafi verið skilinn eftir án þess að nokkur tæki á móti honum. Vegna fötlunar hans séu ekki margir sem skilji hann.

„Það er brjálað að skilja einstaklinga eftir svona hist og her. Það þarf bara að henda þessu kerfi og taka upp gamla kerfið. Þetta er ónýtt og rándýrt,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert