Borgin selur bíla á uppboði

Einn þeirra bíla sem er á uppboðinu.
Einn þeirra bíla sem er á uppboðinu. Ljósmynd/bilauppbod.is

Reykjavíkurborg hefur sett á annan tug sendibíla á uppboð en þeir voru áður notaðir við ferðaþjónustu fatlaðra. Þegar samningur var gerður við Strætó bs. um ferðaþjónustuna var umræddum bílum endanlega lagt og verða þeir seldir hæstbjóðendum. Þau tilboð sem hafa borist eru hæst allt frá 150 þúsund króna í tiltekna bíla upp í 1,5 milljón króna.

Bílarnir eru mismikið eknir og einhverjir allt að 800 þúsund kílómetra.

Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík var stofnuð um áramótin 1979-80 af tilstilli Sjálfsbjargar og Eiríks Ásgeirssyni sem var þáverandi forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein Steindórs Björnssonar bifreiðarstjóra, Minningargrein um Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík sem birtist í Morgunblaðinu 16. janúar.

Í grein Steindórs kemur fram að vegna skorts á fjármagni til þjónustunnar hefur ekki verið hægt að endurnýja bílakost þjónustunnar síðustu ár. Þar af leiðandi þurfti að semja við verktaka til þess að sjá um stóran hluta akstursins. Um áramótin tók Strætó bs. við verkefninu og var þar af leiðandi ekki þörf fyrir bíla Reykjavíkurborgar.

Hér má sjá bíla Reykjavíkurborgar á uppboði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert