Tveir kærðir fyrir fjársvik

Ölgerðin hefur kært tvo karlmenn til lögreglu fyrir fjársvik. Annar er starfsmaður markaðsstofu. Hinn var starfsmaður fyrirtækisins þegar brotin áttu sér stað en hefur verið sagt upp störfum. Fjársvikin munu hafa farið þannig fram að gefnir voru út tilhæfulausir reikningar á Ölgerðina í nafni markaðsstofunnar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að lítið sé um málið að segja á þessari stundu. Það sé fyrst og fremst mannlegur harmleikur. Málið sé einfaldlega til rannsóknar hjá lögreglu og mennirnir verið yfirheyrðir í dag. „Síðan bara hefur þetta sinn gang.“

Spurður hversu miklar fjárhæðir er um að ræða segir hann þær vera umtalsverðar. Þá segir hann aðspurður að ljóst sé að málið teygi sig yfir talsverðan tíma. En það verði allt rannsakað af lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert