Píratar mæta verst

Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn …
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is

Þingmenn Pírata skipa neðstu sætin yfir mætingu á fundi hjá sex af átta fastanefndum Alþingis.

Þar af skipar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, neðsta sætið í fjórum þessara nefnda. Hann situr í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og hafði mætt á 2 af 30 fundum á því tímabili sem skoðað var, að því er fram kemur í umfjöllun um mætingu þingmanna til vinnu sinnar í Morgunblaðinu í dag.

Af öðrum dæmum má nefna að Ásmundur Einar Daðason sótti 12 af 33 fundum í utanríkismálanefnd og Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, 19 af 33 fundum í sömu nefnd. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, höfðu sótt flesta fundi í einni nefnd, 57. Til samanburðar sótti Jón Þór 36 fundi hjá fjórum nefndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert