Píratar mæta verst

Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn ...
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is

Þingmenn Pírata skipa neðstu sætin yfir mætingu á fundi hjá sex af átta fastanefndum Alþingis.

Þar af skipar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, neðsta sætið í fjórum þessara nefnda. Hann situr í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og hafði mætt á 2 af 30 fundum á því tímabili sem skoðað var, að því er fram kemur í umfjöllun um mætingu þingmanna til vinnu sinnar í Morgunblaðinu í dag.

Af öðrum dæmum má nefna að Ásmundur Einar Daðason sótti 12 af 33 fundum í utanríkismálanefnd og Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, 19 af 33 fundum í sömu nefnd. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, höfðu sótt flesta fundi í einni nefnd, 57. Til samanburðar sótti Jón Þór 36 fundi hjá fjórum nefndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »