Stöðvi uppbyggingu á Nesinu

Byrjað er að slá upp fyrir fjölbýlishúsinu umdeilda á Nesinu.
Byrjað er að slá upp fyrir fjölbýlishúsinu umdeilda á Nesinu. mbl.is/RAX

Skipulagsyfirvöld á Seltjarnarnesi hafa frest þar til skrifstofutíma lýkur á morgun, föstudag, til að bregðast við kröfu lögmanns um að framkvæmdir verði stöðvaðar við nýtt fjölbýlishús á Hrólfsskálamel. Töldu nágrannar húsið of stórt.

Fram kemur í bréfi lögmannsins, Páls Kristjánssonar hdl., til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að nágrannar telji framkvæmdina brot á deiliskipulagi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Þórður Ó. Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi,  bæjarfélagið undirbúa viðbrögð við þessari kröfu um stöðvun framkvæmda.

Hrólfsskálamelur 1-5
Hrólfsskálamelur 1-5
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert