Byrjað að nota #boycotticeland

Twitter

Byrjað er að nota #boycotticeland á samfélagssíðunni Twitter til þess að merkja færslur þar sem Ísland er gagnrýnt fyrir þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í vikunni að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum.

Meðal annars kemur fram í færslunum að fólk hafi haft í hyggju að heimsækja Ísland en breytt þeim áformum eftir ákvörðun meirihluta borgarstjórnar. Merkið #boycotticeland er þó talsvert eldra þar sem andstæðingar hvalveiða Íslendinga hafa einnig notað það í gegnum tíðina sem og óánægðir viðskiptavinir Iceland verslananna í Bretlandi.mbl.is

Bloggað um fréttina