Gyðingar ferðist ekki til Reykjavíkur

AFP

„Ísland er vinsæll ferðamannastaður. Þar á meðal í tilfelli margra gyðinga og ferðamannahópa frá Ísrael. En þegar kjörnir fulltrúar stærstu borgar landsins setja öfgafull lög sem fela í sér andúð í garð Ísraels og gyðinga verðum við að vara gyðinga við því að ferðast þangað.“

Þetta er haft eftir Abraham Cooper rabbína Simon Wiesenthal stofnunarinnar í Bandaríkjunum á fréttavefnum Newsmax.com vegna ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum. 

Cooper varar ennfremur við því að ákvörðun Reykjavíkurborgar gæti skapað fjandsamlegt andrúmsloft í garð gyðinga og annarra íbúa Ísraels sem ferðist til borgarinnar. Þá gagnrýndi hann Reykjavíkurborg fyrir að taka Ísrael eingöngu fyrir en ekki ríki eins og Sýrland, Íran, Norður-Kóreu eða Súdan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert