„Það ræður því enginn hvernig við lítum út“

Stór hópur unglinga í Háteigsskóla klæddist magabolum í dag til ...
Stór hópur unglinga í Háteigsskóla klæddist magabolum í dag til að mótmæla banni við bolunum vinsælu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur stelpna í tíunda bekk Háteigsskóla ákvað að mæta í skólann í magabolum í dag til þess að mótmæla tilmælum frá kennurum skólans um að klæðast ekki bolunum vinsælu. Aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla segir að málið hafi opnað á umræðu um klæðaburð nemenda á skólatíma en að skólinn hafi aldrei reynt að stjórna klæðaburði nemenda. 

„Við stelpurnar bara ákváðum að mæta í magabolum. Okkur finnst að þetta sé ekki eitthvað sem kennarar geta skipt sér af því þetta eru bara föt. Það ræður enginn hvernig við lítum út. En í dag mættum við allar í magabolum og nokkrir strákar líka. Það er eiginlega bara allt unglingastigið í magabolum í dag,“ segir Embla Margrét Særósardóttir, nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla í samtali við mbl.is.

Hún segir að einn kennari hafi gagnrýnt stúlkurnar fyrir klæðaburðinn í dag og sagt að mótmæli sem þessi ættu sér ekki að eiga stað í skólanum. „Ég spurði hana af hverju og hún svaraði mér ekki,“ segir Embla.

Truflandi fyrir aðra nemendur

Hún segir að þeir sem klæðist magabolum á skólatíma séu oft skammaðir af kennurum. Hafa sumir kennarar sagt að bolirnir væru truflandi fyrir aðra nemendur.

„En það hefur enginn spurt okkur hvort okkur finnist þetta truflandi,“ segir Embla en hún segir að margar stúlkur í skólanum klæðist magabolum dagsdaglega. „Við höfum verið gagnrýndar af kennurum, jafnvel ef það sést bara í smá rifu af maganum, þá erum við skammaðar.“

Að mati Emblu er það ekki hlutverk kennara að skipta sér að klæðaburði unglinga. „Þau mega segja okkur hvernig við eigum að haga okkur en þau eiga ekki að segja til um hvernig við eigum að líta út í skólanum. Við erum öll sammála um að þetta truflar engan nemanda.“

Ekkert bann gegn magabolum í gildi

Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla segir að ekkert bann sé í gildi í skólanum gegn magabolum. Hann hefur þó heyrt af umræðunni og segir að á döfinni sé að funda með kennurum, foreldrum og nemendunum sjálfum um klæðaburð á skólatíma. 

„Auðvitað geta svona bolir verið eitthvað truflandi eins og svo sem ýmislegt annað í klæðaburði. En við höfum ekkert verið að reyna að stjórna klæðaburði nemenda. Það hefur samt auðvitað komið fyrir að kennari geri athugasemdir um klæðaburð beint við nemanda,“ segir Þórður.

Aðspurður hvort það sé hlutverk kennara, að skipta sér af klæðaburði nemenda, segir Þórður það misjafnt eftir aðstæðum hverju sinni. „En nú fer umræða af stað um málið með þátttöku foreldra og nemendanna sjálfra.“

UPPFÆRT klukkan 16:40 

Hér fyrir neðan má sjá bréf sem foreldrum barna á unglingastigi Háteigsskóla barst frá skólastjóra á fjóðra tímanum í dag. 

Reykjavík, 25. september 2015

Ágætu foreldrar nemenda í 8. til 10. bekk

Undanfarna daga hefur orðið áberandi, meðal unglinganna bæði stúlkna og drengja, krafan um að þeir eigi að fá að vera í svokölluðum magabolum.

Okkur fullorðna fólkinu þykir þetta ekki viðeigandi klæðnaður í skóla. Þá koma til álita kynferðislegar vísanir slíks klæðnaðar en þó kannski öllu heldur að ekki er hægt að athafna sig með góðu móti í skólaumhverfi án þess að viðkomandi beri sig við eðlilegar hreyfingar.

Ég vil vekja á þessu athygli og óska eftir viðbrögðum frá foreldrum, því að ekki vil ég á þessari stundu gefa yfirlýsingu um bann við slíkum klæðnaði án þess að umræða fari fram meðal foreldra og barna.

Ég óska eftir því að allir foreldrar unglinga í Háteigsskóla taki sér tíma um helgina til að ræða þetta mál við börnin sín bæði drengi og stúlkur. Í næstu viku hef ég óskað eftir því að hver umsjónarkennari ræði málið í sínum bekk og þá er mikilvægt að foreldrar hafi tekið umræðuna heima hver fyrir sig.

Ástæða þess að ég leita til ykkar með þetta er að baráttan fyrir magabolum hefur valdið truflun á kennslu í gær og í dag.

Eftir umræður í bekkjum og viðbrögð ykkar mun ég beina öllum upplýsingum til skólaráðs Háteigsskóla sem tekur málið til umræðu en á þeim vettvangi hafa bæði nemendur og fulltrúar foreldra tækifæri til að tjá sig.

Með von um góðar undirtektir og ábendingar ef einhverjar eru.

Ásgeir Beinteinsson
skólastjóri Háteigsskóla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um landi með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á á norðan og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...