Hefur áhrif á hrunmál sem bíða dóms

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóm Hæstaréttar í svonefndu Imon-máli í fyrradag geta haft áhrif í nokkrum stórum hrunmálum sem enn eru til meðferðar hjá dómstólum.

„Imon-dómurinn hefur án nokkurs vafa þýðingu. Þar er farið vel og ítarlega yfir málið af hálfu Hæstaréttar. Dómarar tefla þar fram þeim rökum sem þeir horfa fyrst og fremst til við niðurstöðuna í málinu. Það eitt og sér styrkir ákvörðunarferlið hjá okkur um hvort það eigi að fara fram með mál fyrir dómi í formi ákæru eða ekki. Einnig styður niðurstaða Hæstaréttar við úrlausnir dómaranna í héraði, sem þarna fá bendingu um það frá Hæstarétti hvaða atriða þeir eiga að horfa til þegar þeir fá sambærileg mál til úrvinnslu,“ segir Ólafur Þór.

Spurður hvaða máls hann vísar til nefnir Ólafur Þór að stóra markaðsmisnotkunarmálið hjá Kaupþingi eigi eftir að fara til Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert