Getur fólk verið ólöglegt?

Fjölskylda á strönd Lesbos, stuttu eftir komuna yfir hafið frá ...
Fjölskylda á strönd Lesbos, stuttu eftir komuna yfir hafið frá Tyrklandi. AFP

Vigdis Vevstad, einn helsti sérfræðingur Noregs í flóttamannarétti segir glæpavæðingu flóttafólks alvarlegt vandamál. Lokun landamæra neyði fólk á flótta til að brjóta gegn lögum til að bjarga sér og að oftar en ekki lendi það í höndum smyglara.

Nokkrir fremstu sérfræðingar Norðurlandanna í flóttamannarétti komu saman á fundi í Háskóla Íslands í síðustu viku. Var meðal annars rætt um orðræðu víða í álfunni um „ólöglega innflytjendur“ og ótta við hugsanlega hryðjuverkamenn. Þá voru einnig rætt hvernig aðgerðir á við ný lög og gaddavírsgirðingu á landamærum Ungverjalands neyði í raun stríðshrjáða einstaklinga til að fremja „glæpi“ til að lifa af.

„Ég held að hluti af vandanum sé sú staðreynd að löglegar leiðir  fyrir flóttafólk inn í Evrópu eru mjög fátæklegar,“ segir Vigdis. „Það að fækka löglegum leiðum yfir landamærin þýðir að flóttafólkið reynir að finna aðrar leiðir inn t.d. til að komast hjá því að vera skráðir. Það er vandamál því þar með hefur fólkið farið ólöglega inn í landið og er glæpavætt.“

Vigdis er lögfræðingur og hefur unnið með málefnum flóttamanna og innflytjenda í yfir 30 ár. Hún er ráðgjafi við mannréttindastofnun Óslóarháskóla og vinnur jafnframt að rannsóknum við félagsmálastofnun borgarinnar.

Þegar blaðamaður mbl.is spyr hvort það sé ekki óvenju mikið að gera hjá henni jánkar hún og segir nokkuð langt síðan Evrópa hafi þurft að horfast í augu við flóttamannakrísu.

„Ég hafna því þó að þetta sé krísa fyrir Evrópu, þetta er krísa fyrir fólkið sem þarf að flýja. Evrópa hefur bæði getuna, verkfærin og stofnanirnar sem til þarf til að takast á við ástandið en eins og við vitum hefur Evrópa, Ísland og Noregur, verið sein að bregðast við.“

Vigdis áréttar að þó svo að vandi flóttamanna geti virst fjarlægur Íslendingum og Norðmönnum séu þjóðirnar í Schengen sem felur í sér samstarf um sameiginleg ytri landamæri. Þannig standi flóttafólkið í raun á landamærum okkar þegar það neyðist til að brjóta þessi lög og leggja sig jafnvel í lífshættu.

„Fólk deyr,“ segir Vigdis. „Mörg þúsund manns hafa þegar dáið á þessu ári og við vitum að þetta hefur áhrif. Ég held að áskorunin fyrir Evrópu sé í raun sú að fá öll lönd til að skilja að það þarf að opna löglegar leiðir og möguleika.“

Órökrétt nýting á Dyflinnarreglugerðinni

Vigdis segir að annað sem glæpavæði flóttafólk séu reglur Schengen svæðisins um viðurlög við flutningi fólks án pappíra. Það þýði t.d. að reyni flóttamaður að yfirgefa heimaland sitt eða viðkomuland án tilskyldra skjala með flugi verði flugfélagið sektað. Það, sem og strangar reglur um vegabréf og vegabréfaáritanir, valdi því að fólk leitar annarra og hættulegri leiða.

„Ef þú ert flóttamaður og kemur frá stríðshrjáðu landi er mjög líklegt að Schengen lönd taki upp nýjar vegabréfa ráðstafanir ef þau hafa ekki gert það nú þegar. Það setur fólk í hendur smyglara. Við erum að skapa aðstæður fyrir glæpavæðinguna sem við viljum forðast. Þess vegna þurfum við að skapa löglegar leiðir.“

Vigdis nefnir mannúðaráritanir (e. humanitarian visas) sem eina slíka leið. Móttaka kvótaflóttafólks á vegum Sameinuðu þjóðanna sé önnur leið og að eins væri hægt að opna möguleika á tímabundinni vernd svo hægt sé að aðstoða fleira fólk hraðar.

Vigdis segir mótsagnakennt að á sama tíma og samþykkt hafi verið að deila 160 þúsund kvótaflóttamönnum niður á ríki Evrópusambandsins séu lönd enn að synja flóttafólki um hæli. Einn hluti Dyflinnarreglugerðarinnar taki vissulega til þess að fyrstu viðkomulöndum flóttafólks innan Schengen beri skylda til að taka fyrir hælisumsóknir þess en að það þýði ekki að önnur ríki geti ekki ákveðið að taka á móti fólkinu.

„Í tilfellum þar sem það væri skaðlegt að senda fólk til baka getur hvert land fyrir sig ákveðið hvort það vilji nota fullveldisákvæðið eða mannúðarákvæðið til að gera undantekningu frá þessari reglu,“ segir hún. Hún segir þau ákvæði eiga vel við núna þegar ljóst er að þörf er á að flytja fólk frá fyrstu viðkomulöndum sunnar í álfunni s.s. Grikkland og Ítalíu til annarra Evrópuríkja.

„Ef við segjum „Já, það má flytja það til annarra ESB ríkja“ virðist það heldur undarlegt að nýta sér Dyflinnarreglugerðina til að senda fólk frá norðri aftur til suðurs. Þá erum við með flugvélar fullar af flóttafólki að fara í báðar áttir og það er ekki mjög skynsamlegt. Því held ég að útfrá sjónarmiðum um samstöðu og sameiginlega ábyrgð sé nauðsynlegt að íhuga hvernig verið er að nota Dyflinnarreglugerðina.“

Vigdis Vevstad hefur tileinkað mestallri starfsævi sinni málefnum flóttafólks.
Vigdis Vevstad hefur tileinkað mestallri starfsævi sinni málefnum flóttafólks.
Þúsundir flóttamanna á öllum aldri hafa látist á flótta það ...
Þúsundir flóttamanna á öllum aldri hafa látist á flótta það sem af er árinu. AFP
mbl.is

Innlent »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi það tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »

Óska eftir vitnum að líkamsárás

18:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar nú eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á mótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í Reykjavík í hádeginu í dag, eða um kl. 12.50, en þar veittist karlmaður að ungri konu. Meira »

Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun

18:37 Móðir ástralskrar konu sem var dæmd í Landsrétti fyrir að hafa bitið bút úr tungu eiginmanns síns hefur skrifað bréf til náðunarnefndar dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir því að dóttur sín verði náðuð. Meira »

Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep

18:00 „Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki og gerðum okkur væntingar um að það kæmi til skattalækkunar upp á um 15.000 krónur til ákveðinna hópa,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. Meira »

SGS og SA funda á ný á morgun

17:58 Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hófst klukkan fjögur í dag er nú lokið. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við mbl.is. Fram kom í umfjöllun mbl.is í hádeginu að SGS vildu fá betri svör frá SA á fundinum. Meira »

Henti barni út úr strætisvagni

17:15 „Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringja í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba.“ Þannig hefst Twitter-færsla hjá Jóhannesi Bjarnasyni en 11 ára syni hans var hent út úr strætisvagni í dag. Meira »

Varað við mikilli ölduhæð

17:10 Von er á óvenju mikilli ölduhæð vegna þeirrar djúpu lægðar sem nú nálgast landið. Við þessu varar Landhelgisgæslan og bendir sömuleiðis á að há sjávarstaða geti ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, einkum sunnan- og vestanlands. Meira »

Barði konuna og henti inn í runna

17:00 „[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Svona lýsir Snorri Barón Jónsson árás sem hann varð vitni að í hádeginu. Meira »

Auður með átta tilnefningar

16:45 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 hafa verið kynntar og hlaut Auður flestar eða alls átta. Fast á hæla honum kom Valdimar með sjö tilnefningar, GDRN með sex, Jónas Sig með fimm og Sunna Gunnlaugs og Víkingur Heiðar Ólafsson með fjórar hvort. Verðlaunin verða afhent 13. mars. Meira »

„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

16:10 Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Meira »

Óvenju há sjávarstaða

15:57 Landhelgisgæslan hefur vakið athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana.  Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...