Frekari olíuvinnsla tímaskekkja

Frá landsfundi Vinstri grænna.
Frá landsfundi Vinstri grænna. Sunnlenska/Guðmundur Karl

Vinstri græn lýsa sig andsnúin fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu í ályktun sem samþykkt var á landsfundi þeirra í dag. Stofnun opinbers húsnæðisfélags og auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd og að hætt verði að endursenda fólk á grundvelli Dyflinnarsáttmálans eru á meðal þeirra ályktana sem voru samþykktar.

Landsfundinum sem haldinn var á Selfossi lauk í dag með samþykkt fjölda ályktana um ýmis mál. Þegar hefur vakið nokkra athygli ályktun flokksins um að slíta skuli stjórnmálasambandi við Ísrael og setja viðskiptabann á vörur þaðan þar sem að „þjóðarmorð“ Ísraelsríkis á Palestínumönnum verði ekki stöðvað með aðgerðaleysi.

Af öðrum ályktunum ber einna helst að flokkurinn leggst nú gegn hugmyndum um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfirráðasvæði, þar á meðal fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Í ályktuninni segir að frekari olíuvinnsla sé tímaskekkja nú þegar aldrei hafi verið meiri þörf á að sporna við hlýnun jarðar.

„Aukin olíuvinnslan vinnur gegn þeirri þróun að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og væri því mikil afturför, einkum og sér í lagi þegar umhverfisvænni orkugjafar eru í mikilli sókn og tækniþróun leiðir til minni þarfar fyrir orku. Það eru táknræn og fordæmisgefandi skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef Ísland kysi að nýta ekki mögulegar olíu- og/eða gaslindir í lögsögu sinni,“ segir í ályktuninni en Vinstri græn vilja að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.

Í þessu samhengi ályktar fundurinn jafnframt að settar verði upp hleðslustöðvar fyrir raf- og metanbíla með reglulegu millibili um landsbyggðina.

Siðferðislega rangt að skýla sér á bak við Dyflinnarsáttmálann

Frammistaða ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttamanna er gagnrýnd harðlega í ályktun landsfundar VG sem fagnar þó viljayfirlýsingu yfir tuttugu sveitarfélaga um að taka við fleira flóttafólki.

Breyta þurfi útlendingalögum til að þau uppfylli mannréttindasáttmála sem Ísland hafi fullgilt og að þau einkennist af mannúð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Vilja Vinstri græn að hætt verði að senda fólk frá landi á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Siðferðislega rangt sé að skýla sér á bak við hann og síst til þess fallið að bæta vandann hnattrænt.

„Þá er það fyrir neðan allar hellur að á tímum batnandi þjóðarhags eigi framlög til þróunarsamvinnu samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að standa í stað og að ríkisstjórnin hyggist ekki einu sinni standa við sín eigin metnaðarlausu áform í þeim efnum,“ segir í ályktuninni.

Hommar fái að gefa blóð

Flokksmenn leggja áherslu á að vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar verði lokið til að þjóðin eignist framsækna stjórnarskrá og ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í þær breytingar á þessu kjörtímabili.

Um húsnæðismál segir í ályktun VG að stofnað verði opinbert leigu- og kaupleigufélag til að koma til móts við fólk á „klikkuðum húsnæðismarkaði sem hin[n] „frjálsi markaður“ býður nú upp á“.

Þá vill landsfundurinn að stofnaður verði auðlindasjóður að norskri fyrirmynd sem í renni arður af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.

Af öðrum ályktunum má nefna að flokksmenn lýsa sig andvíga hvalveiðum og sameiningu framhaldsskóla. Þá er mælst til þess að samkynhneigðir karlmenn fái að gefa blóð eins og aðrir og að ríkið leggi meira fé í innviðir samgangna og fjarskipta.

Hér má lesa ályktanir landsfundar Vinstri grænna í heild sinni

mbl.is

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefáns Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
ÍBÚÐ ÓSKAST
Íbúð óskast 3-4ra herbergja íbúð óskast til leigu á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst...
PENNAR
...
Trúlofunarhringar, gamaldags og nýmóðins
Auk gullhringa eigum við titanium, silfur og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði,...
 
Mannauðsstjóri rykjanesbær
Stjórnunarstörf
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfé...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Fatagönnuður
Sérfræðistörf
Fatahönnuður Vegna aukinna umsvifa lei...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...