Ný lög um náttúruvernd samþykkt

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi samþykkti fyrir skömmu ný náttúruverndarlög og voru þau samþykkt með 42 samhljóma atkvæðum.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist fagna mjög niðurstöðunni en lögin eru sögð vera mikilvægt skref í náttúruvernd til framtíðar. Þá kom fram í umræðum á Alþingi að helstu deilumál í tengslum við ný lög hafi verið leyst, en af­greiðslu frum­varps­ins var frestað á vorþingi til að tryggja að það fengi full­nægj­andi um­fjöll­un.

„Það er mér metnaðar­mál að ný nátt­úru­vernd­ar­lög verði af­greidd á Alþingi í haust,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið í tilefni Dags íslenskrar náttúru í september sl.

mbl.is