Ráðherra skipar Vísinda- og tækniráð

Forsætisráðherra hefur skipað Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003 og hefur m.a. það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála til þriggja ára í senn.

Í Vísinda- og tækniráði 2016-2018 eiga sæti:

Helga Zoëga, doktor í faraldsfræðum og dósent við HÍ, án tilnefningar.
Varamaður: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, doktor í heilsuhagfræði og prófessor við Háskóla Íslands.

Gunnar Haraldsson, doktor í hagfræði, án tilnefningar. 

Varamaður: Kristján Leósson, framkvæmdastjóri efnis-, líf- og orkutæknideildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur í mennta og menningarmálaráðuneyti, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra.

Varamaður: Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra

Varamaður: Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Varamaður: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Arion banka.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Varamaður: Elvar Knútur Valsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Guðni Axelsson, sviðsstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðherra.

Varamaður: Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands.

Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttar á Landspítalanum, tilnefndur af velferðarráðherra.

Varamaður: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varamaður: Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varamaður: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varamaður: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla.

Steinunn Gestsdóttir, prófessor við HÍ, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varamaður: Þórarinn Guðjónsson, dósent við Háskóla Íslands.

Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.

Varamaður: Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar.

Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.

Varamaður: Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Varamaður: Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla.

Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður og stofnandi Stikla ehf., tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Varamaður: Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála og fasteignareksturs Háskólans í Reykjavík.

Auk framangreindra eiga sæti í ráðinu: forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður ráðsins, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Nánari upplýsingar um hlutverk og starfsemi Vísinda- og tækniráðs er að finna á heimasíðu þess, www.vt.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert