200-300 milljónir yfir áætlun

Frá Þeistareykjum.
Frá Þeistareykjum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tilboð sem Landsnet fékk í undirbúningsvinnu vegna byggingar háspennulína sem tengja nýju virkjunina á Þeistareykjum við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík og meginflutningskerfi landsins reyndist 200-300 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun.

Tveir verktakar buðu í verkið í heild en tveir aðrir í hluta þess. Landsnet bauð Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1 út í tvennu lagi en einnig var heimilt að bjóða í bæði verkin í einum pakka. Árni Helgason verktaki bauð rúman milljarð í heildarpakkann og LNS Saga bauð tæplega 1,1 milljarð. Ráðgjafar Landsnets áætluðu fyrirfram að kostnaðurinn yrði 810 milljónir kr.

G. Hjálmarsson á Akureyri átti lægsta tilboð í Kröflulínu eina, 448 milljónir kr. Ístak bauð 550 milljónir. Kostnaðaráætlun var 430 milljónir. Kostnaður við Þeistareykjalínu var áætlaður 386 milljónir og var tilboð Árna Helgasonar lægra en LNS Sögu, 469 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert