Bragi Ásgeirsson látinn

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður, myndlistakennari, listrýnir og greinahöfundur er látinn 84 ára að aldri. Bragi, sem var fæddur 28. maí 1931 í Reykjavík, lést á föstudaginn langa. Hann skrifaði um myndlist í Morgunblaðið í meira en fjóra áratugi.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um Braga og sýningu hans í Listasafni Reykjavíkur árið 2008. Sýningin spannaði 60 ára listferil Braga, eða allt aftur til námsáranna.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson




Bragi stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1947- 50, Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn 1950-52 og 1955- 56 (grafík), Fagurlistaskólanum í Osló, Listiðnaðarskólanum í sömu borg (grafik) 1952-53 og Fagurlistaskólanum í München 1958-60. Hann dvaldi í Róm og Flórenz við nám 1953-54 og er félagi í Associazione Artistica Internazionale í Róm. Bragi hefur sótt sér fróðleik til margra landa í Evrópu, en einnig til Bandaríkjanna, Kanada, Japan, Kína, Japans, Ecuador og Chile.

Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari
Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari mbl.is/Kristinn Ingvarsson



Bragi hélt fyrstu einkasýningu sína í Listamannaskálanum við Kirkjustræti vorið 1955. Þar sýndi hann einnig 1960 og 1966. Frá þeim tíma hefur hann haldið fjölmargar einkasýningar hérlendis. Að undirlagi Jóns Stefánssonar hélt Bragi einkasýningu í Kaupmannahöfn 1956. Árið 1980 hélt hann viða- mikla sýningu í öllum sölum Kjarvalsstaða. Sýninguna nefndi listamaðurinn „Heimur augans“ og voru þar sýnd 366 mynd- verk. Hann hélt fimm einkasýningar í Norræna húsinu. Árið 1994 var haldin í Listasafni Íslands yfirlitssýning á grafikverk- um Braga og yfirgripsmikil úttekt á hálfrar aldar ferli hans var sýnd í Kjarvalsstöðum 2008.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Rax



Bragi hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis, meðal annars á öllun Norðurlöndum, víðsvegar í Evrópu, í mörgum fylkjum Bandaríkjanna, í Rússlandi, Kína og Japan. þrisvar í Tvíæringnum í Rostock og í Evróputvíæringnum 1988.

Bragi hefur unnið að ýmsum sérverkefnum. Má þar nefna stórar veggskreytingar í Hrafnistu og Þelamerkurskóla og myndlýsingu við kvæðið Áfanga eftir Jón Helgason.

Bragi Ásgeirsson var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin1956-96 með örfáum hléum. Hann var brautryðjandi í grafíkkennslu á Íslandi.

Bragi var listrýnir Morgunblaðsins frá 1966 ásamt því að rita ótal greinar er sköruðu sjónlistir í blaðið.

Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson




Hann skrifaði einnig fjölda greina í erlend tímarit. Má nefna ritsmíð í sérútgáfu um Albrecht Dürer sem kom út 1973 og ritsmíð um þýska núlistamanninn Mario Reis sem kom út 1979. Þá má nefna viðamikla grein um íslenska myndlist frá landnámsöld til nútímans í kynningarriti um Ísland (Anders Nyborg/Loftleiðir) sem kom út 1974. Hann var ritstjóri fyrir hönd Íslands í ritstjórn N.K.F. blaðsins 1974-76, en það var samnorrænt upplýsingarrit um norræna myndlist.

Bragi var í sýningarnefnd FÍM 1969-72, þar af formaður í tvö ár og fulltrúi í alþjóðlegri nefnd varðandi Tvíæringinn í Rostock 1967-81.

Málverk eftir Braga Ásgeirsson
Málverk eftir Braga Ásgeirsson mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir




Verk Braga eru í eigu allra helstu listasafna landsins og nokkurra erlendra, einnig fjölmargra stofnana og fyrirtækja, svo og einkaaðila og einkasafna víða um heim. Meðal opinberra safna á Íslandi sem eiga verk eftir hann eru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn ASÍ, Listasafn Kópavogs, Lista- safn Borgarness, Listasafn Árnesinga, Listasafn Siglufjarðar og Listasafn Alþingis.

Bragi Ásgeirsson og Erró
Bragi Ásgeirsson og Erró mbl.is/Halldór Kolbeins




Bragi Ásgeirsson hefur hlotið fjölda viðurkenninga, dvalar- og námsstyrki, meðal annars frá öllum Norðurlöndunum. Meðal viðurkenninga og styrkveitenda má nefna Berlinske Tidende 1955, DAAD í Sambandslýðveldinu Þýskalandi 1958-60, heiðurskjal fyrir grafík í Kraká í Póllandi 1968, Edvard Munch styrk- inn 1977, medalíu Eystrasaltsvikunnar, Pablo Neruda friðar- peninginn á Tvíæringnum í Rastock 1978, starfslaun íslenska ríkisins 1978-79, heiðursgestur á Tvíæringnum í Rostock 1981, Bjartsýnisverðlaun Brøste 1982, heiðursfélagi í félaginu Íslensk grafík frá 1983 og hann var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1985. Fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar hlaut hann Fálkaorðuna 17. júní 2001. Bragi hlaut menningarverðlaun DV árið 2009.

Feðgarnir Bragi og Fjölnir Geir
Feðgarnir Bragi og Fjölnir Geir mbl.is/Golli
Bragi Ásgeirsson
Bragi Ásgeirsson mbl.is/Rax
Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari er látinn 84 ára …
Bragi Ásgeirsson listmálari, gagnrýnandi og kennari er látinn 84 ára að aldri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert