Óvíst með orkuöryggi til Thorsil

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, …
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, undirrita samning Landsnets og Thorsil á síðasta ári.

Orkuöryggi til kísilvers Thorsil í Helguvík, sem nú er unnið að því að reisa, gæti ekki uppfyllt samning milli Landsnets og Thorsil frá fyrsta degi. Þetta varð ljóst með dómi Hæstaréttar í gær í máli landeigenda gegn Landsneti þar sem eignarnámsúrskurður var felldur úr gildi sem hefur áhrif á uppsetningu Suðurnesjalínu 2.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir í samtali við mbl.is að orkuöryggisviðmið fyrirtækisins fyrir Reykjanesskaga sé í dag ekki uppfyllt. Þannig sé hvorki hægt að uppfylla fullt öryggi fyrir íbúa eða fyrirtæki á svæðinu og slíkt gildi auðvitað líka um ný fyrirtæki. Í dag er aðeins ein lína sem liggur á Reykjanesið, Suðurnesjalína 1.

Guðmundur segir að fundað verði með forsvarsmönnum Thorsil á þriðjudaginn og farið yfir áætlanir þeirra. Meðal annars verði skoðað hvort núverandi lína muni anna því orkumagni sem fyrirtækið þarf strax frá fyrsta degi. Segir Guðmundur að það sé enn óljóst, enda fleiri breytur í spilinu. Nefnir hann í því samhengi að ýmsir möguleikar um orkuvinnslu séu í gangi á Reykjanesi sem gætu haft áhrif.

Samkvæmt orkuafhendingarsamningum Thorsil og Landsnets áætlaði Thorsil að hefja rekstur fyrri part árs 2018. Með dómi Hæstaréttar voru allar framkvæmdir í kringum línuna stoppaðar og verður sest niður með landeigendum að nýju til að fara yfir málin og leggja fram frekari gögn að sögn Guðmundar. Segir hann að almennt sé miðað við að lagning nýrra raflína taki tvö sumur og tefjist málið út þetta sumar er fyrirséð að lagning línunnar verði ekki klár fyrr en sumarið eftir að kísilver Thorsil verður reist.

Frétt mbl.is: Eignarnám vegna Suðurnesjalínu ógilt

Frétt mbl.is: Breytir forsendum uppbyggingar

Frétt mbl.is: Landsnet uppfylli orkusamninga

Kísilverið verður í Helguvík. Það á að taka til starfa …
Kísilverið verður í Helguvík. Það á að taka til starfa í byrjun árs 2018.
Eignarnámsúrskurður vegna Suðurnesjalínu 2 var felldur úr gildi í gær …
Eignarnámsúrskurður vegna Suðurnesjalínu 2 var felldur úr gildi í gær af Hæstarétti. Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert