Rifti samningnum til að vera nær kærustunni

Róbert Sigurðarson í leik með ÍBV.
Róbert Sigurðarson í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmaðurinn Róbert Sigurðarson yfirgefur norska úrvalsdeildarfélagið Drammen í sumar eftir eins árs dvöl. 

Róbert hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum við félagið.

Á heimasíðu Drammen kemur meðal annars fram að Róbert vilji vera nær kærustu sinni, Andreu Jacobsen, landsliðskonu í handknattleik, en hún mun ganga til liðs við HSG Blomberg-Lippe í Þýskalandi í sumar.

Róbert gekk til liðs við félagið í fyrrasumar eftir sex ár og tvo Íslandsmeistaratitla með ÍBV. Þá er hann Akureyringur að upplagi. 

Drammen féll úr leik fyrir norsku meisturum Kolstad í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Noregi á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert