„Þetta er dásamleg lífsreynsla“

Ester Ýr Jónsdóttir.
Ester Ýr Jónsdóttir. Ljósmynd/Úr einkasafni

Ester Ýr Jónsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum fyrir Íslenska ættleiðingu, en Ester og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðið haust, þegar þau ættleiddu dreng frá Tékklandi.

Sonurinn valinn út frá foreldrunum

Ester segir nauðsynlegt er að fara í gegnum Íslenska ættleiðingu, ef ættleiða á erlendis frá. Ferli hennar hófst um mánaðamótin janúar-febrúar 2014 og fengu þau svokallað forsamþykki frá sýslumanninum í Reykjavík í júní sama ár. Hófst þá umsóknarferlið fyrir umsókn til Tékklands.

Spurð hvers vegna Tékkland hafi orðið fyrir valinu segir Ester ekki úr svo mörgum löndum að velja og að þeim hafi litist vel á ferlið í Tékklandi. Þá sé mjög gott samband milli Íslenskar ættleiðingar og ættleiðindayfirvalda þar í landi og að hlutfallslega hafi óvenju mörg börn komið hingað til lands frá Tékklandi, miðað við önnur lönd.

„Tékkarnir para foreldra við börnin. Þeir eru þarna með barn sem vantar fjölskyldu og horfa yfir alla umsækjendur sína og velja umsækjendur sem passa því barni best. Það er búið að taka alls konar sálfræðipróf og viðtöl. Við þurftum að fara til tveggja sálfræðinga og það voru mjög ítarlegar skýrslur gerðar um okkur. Út frá þeim, skapgerð, áhugamálum og öllu mögulegu erum við síðan pöruð við okkar dreng.“

Ester ásamt syni sínum.
Ester ásamt syni sínum. Skjáskot/Hlaupastyrkur

Stóra jólagjöfin

Þau hjónin héldu síðan til Tékklands á síðasta ári og dvöldu þar í sex vikur áður en fjölskyldan snéri heim til Íslands 22. desember í fyrra, með „stóru jólagjöfina“, eins og Ester orðar það.

„Við byrjuðum á því að funda með ættleiðingaryfirvöldum í Tékklandi í borg sem heitir Brno, sem er mjög austarlega í landinu. Síðan fórum við alveg í vesturhlutann í bæ sem heitir Most og þar er barnaheimili sem sonur okkar var á. Við byrjuðum á að hitta sálfræðing og félagsfræðing og lækni og svo hittum við peyjann“, segir Ester, en sonur þeirra var þá rúmlega tveggja ára gamall.

„Við fengum upplýsingar um hann á tveggja ára afmælisdegi hans og vorum farin út tveimur vikum seinna.“

Í janúar hófu þau síðan að mæta til Íslenskrar ættleiðingar annan hvern fimmtudag og eru þakklát fyrir þann stuðning sem fæst þar. „Þá eru fjölskyldumorgnar, þar sem foreldrar sem eru í fæðingaorlofi geta mætt og spjallað saman og krakkarnir geta leikið sér saman. Það er náttúrlega frábært að hitta fólk sem hefur sömu reynslu.“

„Það eru kannski ákveðin atriði sem þurfum að takast á við í uppeldinu sem aðrir þurfa ekki að takast á við. Nýbakaðir foreldrar hafa yfirleitt ungabörn í höndunum en við höfum svolítið stærri börn sem hafa meiningar og ákveðna lífsreynslu á bakinu. Það er sálfræðingur á staðnum sem maður getur spjallað við líka.“

Segir vanta umræðu og kynningu á málaflokknum

Ester segir mikilvægt að muna að ættleiðing sé fyrsta val hjá sumum þegar kemur að barneignum. Margir vilji til dæmis heldur ættleiða en að reyna glasafrjóvgun.

„Við vorum búin að reyna glasa áður. Við hefðum viljað kynna okkur ættleiðingar fyrr, en samfélagið er einhvern veginn þannig að það er talið eðlilegt að maður fari í glasafrjóvgun.“

„Hjá sumum er þetta einhvern veginn síðasti kostur að ættleiða, en á alls ekki að vera það. Það vantar betri umræðu og meiri kynningu á málaflokknum, því þetta er dásamleg lífsreynsla.“

„Ég hvert fólk innilega til að kynna sér þennan málaflokk. Það eru mjög margir sem hafa gengið með og fætt sín börn og ættleiða líka, svo það eru alls konar fjölskyldur sem verða til.“

Hleypur í fjórða sinn

Hlaupið í ár verður ekki fyrsta Reykjavíkurmaraþon Esterar, því hún hefur tekið þátt síðan 2013. Síðstu þrjú hlaup hefur hún safnað áheitum við Samtök um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem hún hrjáist sjálf af.

„Endómetríósa er sjúkdómur sem hrjáir konur. Þetta er mjög sársaukafullur sjúkdómur sem veldur ófrjósemi í 40% tilfella.“

Ester segir samtökin veita konum með endómetríósu stuðning og berjast fyrir málefnum kvenna með sjúkdóminn. Þá veiti þau fjölskyldum stuðning, því sjúkdómurinn haf áhrif á fleiri en þá sem hann hafa.

„Það er erfitt að horfa upp á dóttur eða maka engjast um að kvölum kannski marga daga í mánuði.“

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka fer fram 20. ág­úst næst­kom­andi. Hægt er að heita á Ester í gegn­um heimasíðu Hlaupa­styrks.

mbl.is

Innlent »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verða tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar

17:58 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar að því er fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs, sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Meira »

Oft eldri en þeir segðust vera

17:48 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til þess að breyta framkvæmd aldursgreininga og álítur þær ekki siðferðislega ámælisverðar, enda sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki umsækjanda í hvert sinn auk þess sem gerðar séu kröfur um að framkvæmdin sé mannúðleg og gætt að réttindum og reisn þeirra sem undir slíkar rannsóknir gangast. Meira »

Efla Lyfjaeftirlitið

17:36 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og dr. Skúli Skúlason formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands hafa skrifað undir langtímasamning um starfsemi Lyfjaeftirlitsins og fjármögnun þess að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Meira »

Boða nýtt 32,94% skattþrep

17:23 Nýtt neðsta skattþrep sem verður 4 prósentustigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuafsláttar ásamt afnáms samnýtingar þrepa eru helstu tillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Tíndu 22 tonn af lambahornum

17:08 Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum fékk frekar óhefðbundið útkall í gær þegar liðsmenn sveitarinnar voru fengnir til að handtína 22 tonn af lambahornum sem voru um borð í flutningabíl sem valt á hliðina í Gufufirði á föstudag. Tæma þurfti hornin úr bílnum áður en hann var réttur við. Meira »

Sækja áfram að fullu fram til SA

16:50 Formaður Eflingar ætlar ekki að segja til um hvort hún sjái fram á að viðræðum félagsins og þriggja annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði slitið á næsta fundi fyrr en hún hefur fundað með samninganefnd félagsins. Hún segir þó ljóst að staðan í viðræðunum sé orðin mjög erfið. Meira »

Segir bankann hafa miðlað lánasögunni

16:46 Það var bankinn sem miðlaði upplýsingum um lánasöguna úr viðskiptamannakerfi sínu, segir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna fréttar sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Slíkt sé bankanum ekki heimilt að gera og málið verði sent Persónuvernd til meðferðar. Meira »

Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum

16:20 „Það var full eining í samninganefnd ASÍ um að tillögur stjórnvalda hafi verið mikil vonbrigði. Við teljum þetta ekki verða til þess að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ sagði Drífa Snædal, formaður ASÍ, þegar blaðamaður mbl.is náði af henni tali eftir fund samninganefndar ASÍ. Meira »

Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar

15:22 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands fundar nú um þær tillögur sem ríkisstjórnin kynnti sambandinu í dag. Fundurinn hófst í höfuðstöðvum ASÍ nú klukkan 15. Meira »

Reiði og sár vonbrigði

15:16 Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag. Meira »

Spurði hvar óhófið byrjaði

15:05 „Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Meira »

Elti dreng á leið heim úr skóla

15:04 Drengur sem var á leið heim úr skólanum á Seltjarnarnesi á þriðja tímanum í dag var eltur af ökumanni á litlum, hvítum bíl með skyggðum rúðum. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Meira »

Gul viðvörun um allt land

14:57 Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs um allt land. Gengur í austanstorm í kvöld, nótt og í fyrramálið með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Veðrið gengur ekki niður fyrr en um miðjan dag á morgun, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tillögurnar kynntar síðar í dag

14:50 „Fundirnir gengu heilt yfir ágætlega. Það voru misjöfn viðbrögð við einstaka þáttum og áherslur misjafnar eftir því við hverja var rætt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við blaðamann mbl.is fyrir utan Stjórnarráðið. Meira »

31 sótti um embætti skrifstofustjóra

14:49 Alls barst 31 umsókn um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar. Meira »

Fyrsti aflinn eftir breytingarnar

14:38 „Kerfið er komið upp og virkar fullkomlega, en hluti af stýringum er ekki tilbúinn,“ segir Þorgeir Einar Sigurðsson, vaktstjóri í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Skip útgerðarinnar, Hoffell, kom til hafnar á dögunum með fullfermi af kolmunna sem var landað beint til bræðslu, en við aflanum tók nýtt innmötunarkerfi ásamt nýjum forsjóðara og sjóðara. Meira »

Hroki að hóta þingmönnum

14:30 „Það gengur ekki að Alþingi, okkur hér 63 þjóðkjörnum fulltrúum sem eigum eingöngu að fylgja lögum og okkar sannfæringu, sé hótað. Það er hroki,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag Meira »
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...