Jarðskjálftahrina fyrir norðan

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Töluverð jarðskjálftahrina hefur verið fyrir norðan síðustu daga en laust eftir miðnætti varð jarðskjálfti af stærð 3,7 um 8 km NNV af Gjög­ur­tá. Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð á þriðja tímanum í nótt skammt frá Bárðarbungu.

Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð kl. 02:41 (7. ágúst) um 6 km austsuðaustur af Bárðarbungu.

Klukkan 00:35 hinn 7. ágúst varð jarðskjálfti af stærð 3,7 um 8 km norðnorðvestur af Gjögurtá. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði, Siglufirði og úr Svarfaðardal um að hann hefði fundist þar.

Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð 13,5 km norðaustur af Grímsey í gær, 6. ágúst, kl. 07:19. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 3,2 stig kl. 10:19, samkvæmt því sem kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert