Þarf að ráða 272 starfsmenn

Fjör. Kassabílarall frístundaheim- ilanna nýtur alltaf mikilla vinsælda.
Fjör. Kassabílarall frístundaheim- ilanna nýtur alltaf mikilla vinsælda. mbl.is/Styrmir Kári

Í gær, 17. ágúst, átti eftir að ráða í 102 stöðugildi í leikskólum Reykjavíkur, 43 í grunnskólum borgarinnar og 127 í frístundastarfi. Samtals þurfa grunn- og leikskólar og frístundaheimili því að ráða 272 starfsmenn áður en skólar hefja starfsemi sína.

Til samanburðar þá átti þann 21. ágúst í fyrra eftir að ráða í 59 stöðugildi í leikskólum, 31 í grunnskólum og 127 starfsmenn í 64 stöðugildi á frístundaheimilum, eða 217 starfsmenn.

Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, var send út fyrirspurn til stjórnenda á skóla- og frístundasviði um stöðu í starfsmannamálum og eru ofangreindar upplýsingar úr svörum þeirra.

Sem dæmi um fjölda í einstökum starfsstéttum þarf í leikskólum að ráða í 8 stöðugildi deildarstjóra, um 63 stöðugildi leikskólakennara á deild og um 21 stöðugildi í stuðning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert