Rafrettur hafa ruglað okkur í ríminu

Bandarísk kona reykir rafsígarettu.
Bandarísk kona reykir rafsígarettu. AFP

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum, telur að rafsígarettur hafi ruglað okkur í ríminu. Ekki sé allt sem sýnist varðandi hættuna sem stafar af þeim og að fordómarnir séu miklir í kringum þær.

Þetta kom fram í máli hans á fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun sem samtökin Náum áttum, sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, boðuðu til. Yfirskrift fundarins var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

Skaðleg áhrif ekki þekkt

Guðmundur benti á erlendar rannsóknir sem sýna að rafsígarettur séu 95% öruggari heilsu okkar en hefðbundnar sígarettur og að ekki séu efni til staðar í rafgufunni sem valdi heilsutjóni eða krabbameinsvaldandi áhrifum. Ekki séu þekkt skaðleg áhrif af innihaldi vökvans. Óljóst sé með skaðleg áhrif af einstaka bragðefni og því sé 5% fyrirvari á hættunni.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum. mbl.is/Ófeigur

Eiturefnin tekin út

Hann sagði að rafsígarettur væru ekki hollar og ekki fyr­ir þá sem ekki reykja en tók fram að þær væru miklu skaðlaus­ari en síga­rett­ur. Öll þau eiturefni sem eru í sígarettum sem drepa fólk hafi verið tekin út. Hann bætti við að samkvæmt sérfræðingum er nikótín álíka skaðlegt og kaffi .

Í fyrirlestrinum benti hann á niðurstöðu bandarískar rannsóknar sem sýnir að 4% barna í menntaskólum reykja sígarettur, 5,2% reykja sígarettur og rafrettur og 8,2% nota eingöngu rafrettur. Samkvæmt rannsókninni voru það 96% þeirra barna sem höfðu prófað rafrettu og sem ekki höfðu reykt, þau notuðu ekki nikótín í rafretturnar sínar. Augljóst mál væri að krakkarnir væru að leiðast frá hefðbundnum sígarettum með því að reykja frekar rafsígarettur.

Að sögn Guðmundar eru áhrif rafsígaretta þau að við losnum alfarið við reykingatengda sjúkdóma en afleiddur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna þeirra sjúkdóma er 40 milljarðar króna á ári.

90% geta ekki hætt að reykja

Lára G . Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands, hélt einnig fyrirlestur á morgunverðarfundinum og voru hún og Guðmundur stundum á öndverðum meiði.

Í máli hennar kom fram að 38 rannsóknir hafi sýnt að reykingarmenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki,“ sagði hún.

Lára sagði að rannsóknir hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum þar sem því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki séu um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga.

Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun.
Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nikótín ekki skaðlaust

Hún bætti við að nikótín væri ekki skaðlaust eins og Guðmundur hélt fram. Þvert á móti sé það sterkt ávanabindandi eiturefni og sé flokkað þannig hjá Umhverfisstofnun. Dæmi um þetta er að fóstur móður sem neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu geti orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu.

Sjö krabbameinsvaldandi efni

Hún benti á að samkvæmt bandarískri rannsókn hefðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig hafa reykt. Einnig nefndi hún að sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hefðu fundist í rafsígarettum. Í þeim væri heldur engin vatnsgufa eins og ranglega hafi verið haldið fram og að nikótínmagnið í þeim væri oft meira en gefið sé upp. 

Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun.
Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun. mbl.is/Ófeigur

Líklegri til sígarettureykinga

„Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar,“ sagði Lára. „Rafsígaretturnar eru bissness. Rannsóknir sýna að ef unglingar sjá auglýsingar með þeim eru þeir líklegri til að byrja að prófa.“

Hún nefndi að tóbaksfyrirtækin hefðu fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og að fjárhæðir í sem fari í kaup á rafsígarettuauglýsingum hafi hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

„Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar,“ sagði hún.

Rafsígarettur eru tóbak

Í máli Láru kom einnig fram að ungum börnum stafi bráð hætta af nikótínvökvum. Barn sem drekki nikótínvökva geti farið í öndunarstopp og dáið.

Hún kvaðst  hafa heyrt það sagt að rafsígarettur séu ekki tóbak. Því sagðist hún ekki sammála og nefndi að rafsígarettur innihaldi nikótín sem sé unnið úr sömu laufum og tóbak.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Andi ekki að sér reyk frá rafsígarettum

Lára sagði mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þurfi að leyfa sölu á nikótínvökvum undir ströngu eftirliti.

Hún vill að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnarlög til að vernda börnin og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum frá rafsígarettum. Einnig þurfi að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...