Stór skjálfti mældist klukkan níu

Mýrdalsjökull - Katla.
Mýrdalsjökull - Katla. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skjálfti af stærðinni 3,0 mældist í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan 21:00 í kvöld, 6,2 kílómetrum austur af Goðabungu. Í hádeginu í dag mældust fjórir skjálftar yfir 3 að stærð og er skjálftinn í kvöld sá stærsti síðan þá. Þá hafa mælst milli 20 og 30 minni skjálftar, flestir af stærðinni 1 eða minni, frá því á hádegi.

Frétt mbl.is: Virkni umfram venjulegt ástand

Alls hafa mælst 355 skjálftar frá því að jarðskjálftahrinan hófst í Kötlu, þar af níu af stærðinni 3 eða meira, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðrustofunnar þegar fréttin er skrifuð.

mbl.is