Vopnað rán í Suðurveri

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um vopnað rán í apóteki í Suðurveri í Reykjavík á fimmta tímanum í dag. Þar ógnaði grímuklæddur maður starfsfólki með hnífi. Að sögn lögreglu hafði maðurinn á brott með sér lyf og peninga.

Rannsókn er í fullum gangi og leitar lögreglan nú að manninum. 

Tilkynning um ránið barst klukkan 16.34 að sögn lögreglu.

mbl.is