„Þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna“

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli á Landsmótinu á ...
Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli á Landsmótinu á Hólum í sumar. mbls.is/Þórunn

„Það eru margir litlir hlutir sem mynda eina heild. Fyrst og fremst þarf að hafa óbilandi áhuga á því sem maður er að gera og hafa gaman að því. Þetta gerist ekki á einni nóttu og það þarf að færa ýmsar fórnir. Það þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna þegar verið er að temja og þjálfa hesta,“ segir Árni Björn Pálsson spurður hvað búi að baki þeim árangri að vera valinn knapi ársins en hann hampaði þeim titli á uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi.

Árni Björn er margverðlaunaður knapi en árangurinn hans í ár var með eindæmum góður á öllum sviðum. Til að mynda var hann tilnefndur í fjórum flokkum á uppskeruhátíðinni sem skeiðknapi, kynbótaknapi og íþróttaknapi ársins.

Á uppskeruhátíðinni var valinn efnilegasti knapi ársins Dagmar Öder Einarsdóttir, Hulda Gústafsdóttir íþróttaknapi ársins, gæðingaknapi ársins Jakob Svavar Sigurðsson, skeiðknapi ársins Bjarni Bjarnason, kynbótaknapi ársins Daníel Jónsson og keppnishestabú ársins og ræktunarbú ársins var valið Ketilsstaðir / Syðri-Gegnishólar.

Þykir vænt um fyrsta verðlaunapeninginn

Eins og Árni bendir á sjálfur er árangurinn ekki byggður upp á skömmum tíma. Hann hefur verið í hestamennsku frá barnæsku og stundað hana lengst af í Víðidal í Fák með fjölskyldu sinni. „Ég keppti fyrst á 17. júní móti árið 1993 í Fljótshlíðinni. Ég náði að vinna og á þessa gullmedalíu ennþá. Þetta var skemmtileg stund,” segir Árni Björn þegar hann rifjar upp fyrsta mótið sem hann tók þátt í þegar hann var 11 ára. Hann á ættir að rekja í Fljótshlíðina nánar tiltekið á bæinn Teig.   

Árni Björn býr nú í Oddhól í Rangárþingi með kærustu sinni Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Þar reka þau saman tamningastöð. „Ég get alveg sagt það hreint út að hún Sylvía mín á alveg helminginn af árangrinum í þessu öllu,“ segir hann. Hann tekur einnig fram að hann hafi verið með góðan hestakost sem fylgdu fjölmörg tækifæri auk þess hafi fólk staðið þétt á bak við hann. 

Fjórar 10 á kynbótabrautinni

Á Landsmótinu á Hólum í Hjaltadal í sumar stóð hann framarlega í mörgum greinum. Hann náði þeim einstaka árangri að sigra töltkeppnina á Stormi frá Herríðarhóli bæði á Landsmóti og á Íslandsmóti í sumar. Hann gerði það einnig árið 2014 á sama hesti. Árni Björn sigraði allar töltkeppnir sem hann tók þátt í á þessu ári. Þess má einnig geta að hann var með besta tímann í 150 metra skeiði á Landsmóti. 

Á kynbótabrautinni á Landsmótinu sýndi hann þrjú hross sem hlutu samtals fjórar 10 fyrir gangtegundir. Af þeim hlaut stóðhesturinn Ljósvaki frá Valstrýtu tvær 10 bæði fyrir tölt og stökk. Þetta er einstakt afrek því þetta er í fyrsta skipti sem hestur hlýtur 10 fyrir báðar þessar gangtegundir í sama dómi.   

Árni Björn Pálsson, knapi ársins er annar frá vinstri í ...
Árni Björn Pálsson, knapi ársins er annar frá vinstri í neðri röðinni. Allir verðlaunahafar á uppskeruhátíð hestamanna. Ljósmynd/LH

Gott að láta gott af sér leiða

Í valinu á knapa ársins vógu einnig þungt fjórir titlar sem hann náði í  Meistaradeildinni sem fram fór í vetur. Árni Björn stóð efstur í gæðingafimi, T1 tölti, T2 en þá er riðið tölt við slakan taum og í fimmgangi. Í þeirri deild stóð hann efstur í einstaklingskeppni í ár en það var þriðja árið í röð.

Fyrir hverja grein er veitt verðlaunafé. Árni Björn gaf allt sitt fé sem hann aflaði til góðgerðamála. Hann hefur gert það síðustu tvö ár. „Það er alltaf gott að geta lagt þeim lið sem minna mega sín. Ég er hraustur og get unnið en sumir geta það ekki og þeir geta því notað betur þessar fáu krónur,” segir hann.  

Árni Björn setur sér alltaf ný markmið. Hann stefnir á að komast í landsliðið næsta sumar með hestinn Odd frá Breiðholti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Hollandi. Hann segist ekki hafa enn náð neinum heimsmeistaramótstitlum í íþróttakeppni og því sé það tilvalið að stefna að titli í fimmgangi í sumar.  

mbl.is

Innlent »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »

Fataiðn er mjög skapandi

Í gær, 22:45 Fötin skapa manninn! Nám í fataiðnum við Tækniskólann er vinsælt og vekur athygli. Gleðin fylgir starfinu, segir kennari og bendir á ýmsa atvinnumöguleika sem bjóðast. Meira »

Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

Í gær, 21:15 Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim. Meira »

Kona slasaðist á Esjunni

Í gær, 21:05 Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf átta í kvöld vegna konu sem hafði slasast í grjóthruni á Esjunni neðan við Stein, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt

Í gær, 20:30 Ljósmynd sem var nýlega tekin af umferðarskilti á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Rauðavatn á leiðinni frá Reykjavík, sýnir 70 kílómetra hámarkshraða fyrir bifreiðar með eftirvagna eða skráð tengitæki þegar hámarkshraðinn á að vera 80 km á klukkustund. Meira »

Búið að finna drengina

Í gær, 20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

Í gær, 19:46 Búið er að lenda samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

Í gær, 19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

Í gær, 19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

Í gær, 19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] þá misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

Í gær, 18:55 „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

Í gær, 18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

Í gær, 17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

Í gær, 17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

Í gær, 17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

Í gær, 16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

Í gær, 16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

Í gær, 16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

Í gær, 16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...