„Þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna“

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli á Landsmótinu á ...
Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli á Landsmótinu á Hólum í sumar. mbls.is/Þórunn

„Það eru margir litlir hlutir sem mynda eina heild. Fyrst og fremst þarf að hafa óbilandi áhuga á því sem maður er að gera og hafa gaman að því. Þetta gerist ekki á einni nóttu og það þarf að færa ýmsar fórnir. Það þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna þegar verið er að temja og þjálfa hesta,“ segir Árni Björn Pálsson spurður hvað búi að baki þeim árangri að vera valinn knapi ársins en hann hampaði þeim titli á uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi.

Árni Björn er margverðlaunaður knapi en árangurinn hans í ár var með eindæmum góður á öllum sviðum. Til að mynda var hann tilnefndur í fjórum flokkum á uppskeruhátíðinni sem skeiðknapi, kynbótaknapi og íþróttaknapi ársins.

Á uppskeruhátíðinni var valinn efnilegasti knapi ársins Dagmar Öder Einarsdóttir, Hulda Gústafsdóttir íþróttaknapi ársins, gæðingaknapi ársins Jakob Svavar Sigurðsson, skeiðknapi ársins Bjarni Bjarnason, kynbótaknapi ársins Daníel Jónsson og keppnishestabú ársins og ræktunarbú ársins var valið Ketilsstaðir / Syðri-Gegnishólar.

Þykir vænt um fyrsta verðlaunapeninginn

Eins og Árni bendir á sjálfur er árangurinn ekki byggður upp á skömmum tíma. Hann hefur verið í hestamennsku frá barnæsku og stundað hana lengst af í Víðidal í Fák með fjölskyldu sinni. „Ég keppti fyrst á 17. júní móti árið 1993 í Fljótshlíðinni. Ég náði að vinna og á þessa gullmedalíu ennþá. Þetta var skemmtileg stund,” segir Árni Björn þegar hann rifjar upp fyrsta mótið sem hann tók þátt í þegar hann var 11 ára. Hann á ættir að rekja í Fljótshlíðina nánar tiltekið á bæinn Teig.   

Árni Björn býr nú í Oddhól í Rangárþingi með kærustu sinni Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Þar reka þau saman tamningastöð. „Ég get alveg sagt það hreint út að hún Sylvía mín á alveg helminginn af árangrinum í þessu öllu,“ segir hann. Hann tekur einnig fram að hann hafi verið með góðan hestakost sem fylgdu fjölmörg tækifæri auk þess hafi fólk staðið þétt á bak við hann. 

Fjórar 10 á kynbótabrautinni

Á Landsmótinu á Hólum í Hjaltadal í sumar stóð hann framarlega í mörgum greinum. Hann náði þeim einstaka árangri að sigra töltkeppnina á Stormi frá Herríðarhóli bæði á Landsmóti og á Íslandsmóti í sumar. Hann gerði það einnig árið 2014 á sama hesti. Árni Björn sigraði allar töltkeppnir sem hann tók þátt í á þessu ári. Þess má einnig geta að hann var með besta tímann í 150 metra skeiði á Landsmóti. 

Á kynbótabrautinni á Landsmótinu sýndi hann þrjú hross sem hlutu samtals fjórar 10 fyrir gangtegundir. Af þeim hlaut stóðhesturinn Ljósvaki frá Valstrýtu tvær 10 bæði fyrir tölt og stökk. Þetta er einstakt afrek því þetta er í fyrsta skipti sem hestur hlýtur 10 fyrir báðar þessar gangtegundir í sama dómi.   

Árni Björn Pálsson, knapi ársins er annar frá vinstri í ...
Árni Björn Pálsson, knapi ársins er annar frá vinstri í neðri röðinni. Allir verðlaunahafar á uppskeruhátíð hestamanna. Ljósmynd/LH

Gott að láta gott af sér leiða

Í valinu á knapa ársins vógu einnig þungt fjórir titlar sem hann náði í  Meistaradeildinni sem fram fór í vetur. Árni Björn stóð efstur í gæðingafimi, T1 tölti, T2 en þá er riðið tölt við slakan taum og í fimmgangi. Í þeirri deild stóð hann efstur í einstaklingskeppni í ár en það var þriðja árið í röð.

Fyrir hverja grein er veitt verðlaunafé. Árni Björn gaf allt sitt fé sem hann aflaði til góðgerðamála. Hann hefur gert það síðustu tvö ár. „Það er alltaf gott að geta lagt þeim lið sem minna mega sín. Ég er hraustur og get unnið en sumir geta það ekki og þeir geta því notað betur þessar fáu krónur,” segir hann.  

Árni Björn setur sér alltaf ný markmið. Hann stefnir á að komast í landsliðið næsta sumar með hestinn Odd frá Breiðholti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Hollandi. Hann segist ekki hafa enn náð neinum heimsmeistaramótstitlum í íþróttakeppni og því sé það tilvalið að stefna að titli í fimmgangi í sumar.  

mbl.is

Innlent »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora verslununum, en það eru íslensku BioEffect vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »

Óvæntur gestur í laxateljara

Í gær, 18:10 Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Meira »

Undirrituðu samning um Heimilisfrið

Í gær, 17:53 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Meira »

Fá ekki að rifta kaupum vegna myglu

Í gær, 17:40 Hæstiréttur staðfesti í dag þann dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í febrúar á síðasta ári að kaupsamningi um fasteign í Garðabæ verði ekki rift vegna galla og að kaupendum beri að greiða seljanda eftirstöðvar af kaupverði eignarinnar. Meira »

Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Í gær, 17:27 „Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem virðist vera umdeild í Eyjum. Meira »

Féll af þaki Byko og lést

Í gær, 17:06 Karlmaður á fimmtugsaldri féll af þaki verslunarinnar Byko við Skemmuveg í Kópavogi 13. ágúst er hann var þar að störfum og lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

Í gær, 16:47 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Kaupum á 2,34 frestað

Í gær, 16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

Í gær, 16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...