Logi vísar á Benedikt

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, verði að gefa upp ástæðuna fyrir því hvernig fór í sambandi við stjórnarviðræðurnar. Segir hann að ágætis sátt og málamiðlun hafi náðst um stór mál og að aldrei hafi komið að því að ræða tekjuöflun. Hann sé því nokkuð hissa á því að viðræðum hafi verið slitið. Þetta segir Logi í samtali við mbl.is.

„Þetta eru svolítil vonbrigði og mér fannst þetta ótímabær slit,“ segir Logi og bætir við að hann hafi skilið stöðuna þannig að Benedikt hafi ekki treyst sér í að ganga áfram. Tekjuöflunarhliðin gat að sögn Loga orðið nokkuð flókin og erfið, en að allir hafi verið tilbúnir að fara í þau mál af opnum hug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert