„Báknið byggt upp hjá Sjálfstæðisflokknum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsætisráðherra og þingmenn Vinstri grænna tókust á um breytta skipan ráðuneyta í stjórnarráði Íslands í umræðum um málið á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að með því að skipta upp innanríkisráðuneytinu í dómsmálaráðuneyti og ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála væri skerpt á forystu í ákveðnum málaflokkum og skipulag og verklag í ráðuneytunum gert skýrara. Þá væri sterk hefð fyrir að dómsmálin væru í sérstöku ráðuneyti.

Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn Vinstri grænna, tóku til máls í kjölfarið og gagnrýndu að það vantaði faglegt kostnaðarmat á þessa breytingu og bentu á að aðeins væri talað um að fjölga þyrfti ráðuneytisstjóra um einn og mögulega yrði annar kostnaður sem ætti eftir að koma í ljós.

Tapa sjónum á hinu stærra samhengi

Bjarni svaraði því til að það væri ljóst að þessi breyting myndi kalla á einhvern viðbótarkostnað. Bæði væri það varðandi ráðuneytisstjórann og einhver grunnatriði í rekstri ráðuneytisins. Hann sagði stjórnarandstöðuna aftur á móti gera of mikið af því að einblína á mögulegt rekstrarhagræði með sameiningu ráðuneyta eins og ráðist var í í kjölfar hrunsins, en að hún hafi tapað sjónum á hinu gríðarlega hagfræði í stærra samhengi sem hægt væri að ráðast í. Nefni hann í því samhengi sameiginleg innkaup ríkisstofnana.

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Svandís ítrekaði spurningu sína um kostnað og spurði hvort að áætlaður kostnaður á ári væri 10, 50 eða 100 milljónir en fékk þau svör frá Bjarna að það myndi síðar koma í ljós hvort fjölga þyrfti starfsfólki.

Skemmtilegt að forsætisráðherra tali um aukin ríkisútgjöld

Þegar Steingrímur steig í pontu sagði hann skemmtilegt að heyra forsætisráðherra tala um aukin ríkisútgjöld. „Báknið byggt upp hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði hann í gamansömum tón og sagði það áhugaverða nálgun hjá flokknum að samþykkja óhagræði á þessum stað en tala fyrir hagræði á öðrum stöðum. Sagði Steingrímur kostnað við nýtt ráðuneyti hlaupa allavega á tugum milljóna og nefndi hann að ráðherra fylgdi ráðherrabílstjóri, ritari ráðherra og aðstoðarmenn. Nefndi hann að búið væri að bæta við þremur ráðherrum frá því að þeim var fækkað eftir hrun og að sér sýndist hver ráðherra nú hafa tvo aðstoðarmenn.

Þetta sagði hann vera nýja stefnu hjá ríkisstjórninni og í andstöðu við það sem stefnt var að eftir hrunið. Þá hafi menn talið að of margar og veikar stofnanir væru hjá ríkinu. Sagði Steingrímur ríkisstjórnina núna vera farna á fullt með þetta aftur á bak með ákvörðun sinni núna.

Segir kostnaðargreininguna óboðlega

Gagnrýndi hann einnig kostnaðargreiningu vegna frumvarpsins og sagði hana óboðlega. Ekki væri um faglega ákvörðun að ræða, heldur pólitíska ákvörðun sem kæmi „ofan frá“ vegna þess að það átti að fjölga ráðherrum. Lagði Steingrímur til að ráðherra fengi frekar aðstoðarráðherra sér við hlið ef verkefnin væru svona stór

Tókust Bjarni og Steingrímur á um nauðsyn þess að hafa ráðuneytin aðskilin, meðal annars út frá því hvort málefni dómsmálaráðuneytisins pössuðu vel innan innanríkisráðuneytisins. Áður höfðu Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst ánægju sinni með að dómsmálin færu í sér ráðuneyti. Steingrímur sagðist ekki vera mótfallinn því að breyta eða fjölga ráðuneytum almennt, en að það þyrfti að framfylgja faglegum vinnubrögðum og spurði hann hvort að þörfin væri virkilega mest í dómsmálunum. Nefndi hann að hann gæti meðal annars að koma mætti upp tímabundnu ráðuneyti ferðamála. Það væri málaflokkur í mikilli umbreytingu og vexti og með góðum ráðherra færu ekki „fleiri glötuð ár í vaskinn.“

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...