Ríkið vildi ekki Grímsstaði

Frá Grímsstöðum á Fjöllum.
Frá Grímsstöðum á Fjöllum. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Jóhannes Haukur Hauksson, einn fyrrverandi eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum, sem nýverið var seld breska auðmanninum Jim Ratcliffe, segir að ríkinu hafi margsinnis verið boðin jörðin til kaups, en litlar undirtektir hafi verið við því.

„Þau sýndu engan áhuga og svöruðu aldrei erindum frá okkur. Það var þeirra val, það var enginn áhugi þarna megin,“ segir Jóhannes.

Í umfjöllun um sölu landsins segist hann ánægður með málalok og kveðst vel skilja að margir hafi sælst eftir jörðinni. „Miðað við margt sem hefur verið talað um varðandi þessa jörð tel ég að hún sé núna í góðum höndum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert