Flygildi olli hættu yfir Hörpu

Himinninn yfir Hörpu.
Himinninn yfir Hörpu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning síðdegis í dag um flygildi sem var á sveimi yfir tónlistar- og samkomuhúsinu Hörpu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu veldur flygildi á þessu svæði hættu fyrir flugvélar sem eru að fljúga að Reykjavíkurflugvelli.

Þá kemur fram að skömmu eftir hádegi hafi verið tilkynnt um þjófnað á sjónvarpi úr sameign í fjölbýlishúsi í Austurbænum. Síðar í dag barst þá tilkynning um heimilisofbeldi í heimahúsi í miðborginni og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.

mbl.is