Viðræðurnar eru á viðkvæmum punkti

Fiskveiðiflotinn hefur verið bundin í öfn í mánuð.
Fiskveiðiflotinn hefur verið bundin í öfn í mánuð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Kröfur sjómanna eru alveg skýrar og okkur var líka mikils um vert að sýna landverkafólki samstöðu, enda finnur það mjög fyrir verkfallinu þegar enginn afli berst á land,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson sjómaður.

Hann var meðal þeirra sem stóðu að samstöðufundi sjómanna og landverkafólks á Austurvelli síðdegis í gær. Fundarmenn lögðu áherslu á að gengið yrði sem fyrst til samninga við sjómenn á fiskiskipaflotanum, sem verið hafa í verkfalli frá 14. desember síðastliðnum. Frá þeim degi hefur flotinn verið bundinn við bryggju og fiskvinnslan í landi er stopp.

Sjómenn og viðsemjendur þeirra sátu á fundi hjá Ríkissáttasemjara í gær. „Viðræðurnar þokuðust aðeins áfram í dag. Staðan er jafn opin og verið hefur og þetta getur farið í hvora áttina sem er,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Það eru fulltrúar annars vegar sjómannafélaganna og VM - og hins vegar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem eiga í þessari deilu, þar sem mikið ber enn í milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert