Brexit er í forgangi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ákveðin viðskiptatækifæri fylgi því fyrir Ísland, að Bretar ætli að ganga úr Evrópusambandinu, því eftir útgöngu muni Bretar leita eftir fríverslunarsamningum við önnur lönd, m.a. Ísland.

Brexit hafi verið í forgangi í ráðuneytinu frá því hann tók við. Á næstu vikum muni hann funda með ráðherrum bresku ríkisstjórnarinnar til þess að fara yfir samvinnu Íslands og Breta á ýmsum sviðum.

„Það eru nú ekki nema tvær vikur síðan ég tók við embættinu, en frá fyrsta degi hefur þetta mál verið í forgangi hjá okkur í utanríkisráðuneytinu,“ sagði Guðlaugur Þór í Morgunblaðinu í dag.

Utanríkisráðherra segir að ekki hafi aðeins verið unnið að málinu í ráðuneytinu, heldur hafi hann rætt sérstaklega við sendiherra Breta á Íslandi, auk þess sem hann hafi átt í samskiptum við bresk stjórnvöld, sem hafi sýnt því mikinn áhuga að nýta þau tækifæri sem upp koma í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Hann hafi fundið fyrir áhuga breskra stjórnvalda á samvinnu við Íslendinga á ýmsum sviðum.

„Núna eru ákveðnar hindranir fyrir okkur inn á markaðinn í Bretlandi, vegna samninga við ESB. Við erum að kortleggja þessar hindranir í ráðuneytinu,“ segir Guðlaugur Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »