Brynjar formaður stjórnskipunarnefndar

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Eggert

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin kom saman á fyrsta fundi sínum á þessu þingi klukkan tíu í morgun.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var þá kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í embætti 2. varaformanns.

Fram kemur á vef Alþingis að nefndin fjallar um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. 

„Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur umboðs­­manns Alþingis og Ríkis­­endur­­skoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert