Gæti leitt til byltingar á heimsvísu

Virkjanir HS Orku á Reykjanesi.
Virkjanir HS Orku á Reykjanesi. Ljósmynd/HS Orka

Árangur jarðhitaborunar, á tæplega fimm kílómetra dýpi á Reykjanesi, gæti leitt til byltingar í jarðhitaiðnaði á heimsvísu. Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sem stóð fyrir boruninni.

Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að borað hafi verið niður á 4.650 metra dýpi, en venjan er að bora niður á um 2.500 til 3.000 metra dýpi.

„Við fórum því dálítið mikið dýpra.“

Aðspurður segir Ásgeir að ekki sé vitað hversu heit borholan verði.

„Við vitum það ekki nákvæmlega. Á meðan við vorum að vinna verkið og bora holuna, þá héldum við henni alltaf kaldri með því að dæla köldu vatni niður. En eftir stuttan upphitunartíma, eins og við köllum það, erum við búnir að mæla 427 stiga hita. Við búumst við að hún verði töluvert heitari en það.“

Þar með segir hann að meginmarkmiði verkefnisins hafi verið náð, að komast yfir 400 stiga hita.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Gefur fyrirheit um nýtingu

Þegar komið er niður á þetta dýpi segir hann þá að hægt sé að bora víðar en á háhitasvæðum. Þau geti nefnilega mörg hver verið erfið viðureignar.

„En þetta gefur fyrirheit um nýtingu annarra háhitasvæða, bæði á Íslandi og erlendis, á þetta miklu dýpi. Þetta er svolítill ísbrjótur ef svo má segja, þetta er fyrsta verkefnið í heiminum sem fer á þessar slóðir, í sambandi við hitastig og dýpi,“ segir Ásgeir og bætir við að árangurinn geti leitt til byltingar í þessum iðnaði.

„Stóra markmiðið er náttúrulega að reyna að minnka umhverfisáhrif orkuvinnslunnar, með því að geta komist af með færri holur, og fá vonandi það mikla orku að hlutfallslegur kostnaður verði lægri en hann er í dag.“

Borkjarni sem tekinn var 4.634 metra dýpi.
Borkjarni sem tekinn var 4.634 metra dýpi. Ljósmynd/HS Orka

Tveir plús tveir meira en fjórir

Norska olíu- og gasfyrirtækið Statoil kom að djúpboruninni, og reyndist þekking starfsmanna þess dýrmæt í ferlinu.

„Þeir eru með virkilega víðtæka þekkingu á borunum í djúp jarðlög og við erfiðar aðstæður, þó ekki í jarðhita, og þeirra þekking samanlögð við okkar einfaldlega styrkti verkefnið mjög. Þarna voru tveir plús tveir einfaldlega meira en fjórir,“ segir Ásgeir, og bætir við að verkefnið hafi vakið mikla athygli erlendis.

„Jarðfræði- og jarðhitavísindaheimurinn fylgist allur með framvindu þessa verkefnis, og við höfum fengið ótrúlega mikla umfjöllun út á þetta, jafnvel án þess að kalla nokkuð eftir því.“

Sjá má hvernig borholan teygir sig mun neðar en þær ...
Sjá má hvernig borholan teygir sig mun neðar en þær sem fyrir eru. Graf/ISOR

Færri holur fyrir sömu orku

Nú tekur við næsta verkefni, að rannsaka holuna betur og sjá hvað hægt er að framleiða úr henni. Vonir standa til þess að djúpar borholur sem þessar séu umhverfisvænni en þær grynnri.

„Það er ljóst að með þessari tækni þarf að bora færri holur til að fá sömu orku,“ segir Ásgeir.

Talið er að úr hverri djúpborun geti fengist 30 til 50 megawött, en venjuleg hola gefur að jafnaði um 5 til 10 megawött.

„Í staðinn fyrir 30 holur til að anna raforkuþörf höfuðborgarsvæðisins, þá þyrfti kannski bara fimm svona.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »

Sigurjón Bragi Kokkur ársins

06:30 Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Meira »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...