Gæti leitt til byltingar á heimsvísu

Virkjanir HS Orku á Reykjanesi.
Virkjanir HS Orku á Reykjanesi. Ljósmynd/HS Orka

Árangur jarðhitaborunar, á tæplega fimm kílómetra dýpi á Reykjanesi, gæti leitt til byltingar í jarðhitaiðnaði á heimsvísu. Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sem stóð fyrir boruninni.

Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að borað hafi verið niður á 4.650 metra dýpi, en venjan er að bora niður á um 2.500 til 3.000 metra dýpi.

„Við fórum því dálítið mikið dýpra.“

Aðspurður segir Ásgeir að ekki sé vitað hversu heit borholan verði.

„Við vitum það ekki nákvæmlega. Á meðan við vorum að vinna verkið og bora holuna, þá héldum við henni alltaf kaldri með því að dæla köldu vatni niður. En eftir stuttan upphitunartíma, eins og við köllum það, erum við búnir að mæla 427 stiga hita. Við búumst við að hún verði töluvert heitari en það.“

Þar með segir hann að meginmarkmiði verkefnisins hafi verið náð, að komast yfir 400 stiga hita.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Gefur fyrirheit um nýtingu

Þegar komið er niður á þetta dýpi segir hann þá að hægt sé að bora víðar en á háhitasvæðum. Þau geti nefnilega mörg hver verið erfið viðureignar.

„En þetta gefur fyrirheit um nýtingu annarra háhitasvæða, bæði á Íslandi og erlendis, á þetta miklu dýpi. Þetta er svolítill ísbrjótur ef svo má segja, þetta er fyrsta verkefnið í heiminum sem fer á þessar slóðir, í sambandi við hitastig og dýpi,“ segir Ásgeir og bætir við að árangurinn geti leitt til byltingar í þessum iðnaði.

„Stóra markmiðið er náttúrulega að reyna að minnka umhverfisáhrif orkuvinnslunnar, með því að geta komist af með færri holur, og fá vonandi það mikla orku að hlutfallslegur kostnaður verði lægri en hann er í dag.“

Borkjarni sem tekinn var 4.634 metra dýpi.
Borkjarni sem tekinn var 4.634 metra dýpi. Ljósmynd/HS Orka

Tveir plús tveir meira en fjórir

Norska olíu- og gasfyrirtækið Statoil kom að djúpboruninni, og reyndist þekking starfsmanna þess dýrmæt í ferlinu.

„Þeir eru með virkilega víðtæka þekkingu á borunum í djúp jarðlög og við erfiðar aðstæður, þó ekki í jarðhita, og þeirra þekking samanlögð við okkar einfaldlega styrkti verkefnið mjög. Þarna voru tveir plús tveir einfaldlega meira en fjórir,“ segir Ásgeir, og bætir við að verkefnið hafi vakið mikla athygli erlendis.

„Jarðfræði- og jarðhitavísindaheimurinn fylgist allur með framvindu þessa verkefnis, og við höfum fengið ótrúlega mikla umfjöllun út á þetta, jafnvel án þess að kalla nokkuð eftir því.“

Sjá má hvernig borholan teygir sig mun neðar en þær ...
Sjá má hvernig borholan teygir sig mun neðar en þær sem fyrir eru. Graf/ISOR

Færri holur fyrir sömu orku

Nú tekur við næsta verkefni, að rannsaka holuna betur og sjá hvað hægt er að framleiða úr henni. Vonir standa til þess að djúpar borholur sem þessar séu umhverfisvænni en þær grynnri.

„Það er ljóst að með þessari tækni þarf að bora færri holur til að fá sömu orku,“ segir Ásgeir.

Talið er að úr hverri djúpborun geti fengist 30 til 50 megawött, en venjuleg hola gefur að jafnaði um 5 til 10 megawött.

„Í staðinn fyrir 30 holur til að anna raforkuþörf höfuðborgarsvæðisins, þá þyrfti kannski bara fimm svona.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Armbandsúr frá YRSA Reykjavík og PL Paris
Dömu og herraúr í miklu úrvali og á mjög sanngjörnu verði. 2ja ára ábyrgð. Vasaú...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagnir,...