Sautján ára piltinum sleppt úr haldi

Ungi pilturinn er enn talinn viðriðinn málið.
Ungi pilturinn er enn talinn viðriðinn málið. mbl.is/Sigurður Bogi

Einstaklingnum sem er undir lögaldri og var í haldi lögreglu í tengsl­um við rann­sókn á hnífstungu og fíkni­efna­máli hefur verið sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í gær og yfirheyrður í morgun í viðurvist fulltrúa frá barnaverndarnefnd en ekki þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald. 

„Hann er viðriðinn málið ennþá en við töldum ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hans þáttur telst nokkuð ljós,“ segir Guðmund­ur St. Svan­laugs­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður. 

Áður hefur komið fram að ein­stak­ling­arn­ir fimm sem voru handteknir séu all­ir Íslend­ing­ar sem fædd­ust á ár­un­um 1990 til 1999 og að einn af þeim sé enn und­ir lögaldri. All­ir hafa þeir áður komið við sögu hjá lög­reglu.

Búið er að úr­sk­urða tvo karla og eina konu í gæslu­v­arðhald til föstu­dags en lög­regla á eft­ir að ákveða hvort farið verður fram á gæslu­v­arðhald yfir fjórða mann­in­um. Lög­regl­u barst til­kynn­ing um tvö leytið á föstu­dag­inn langa um að maður hefði verið stung­inn með hníf tví­veg­is í lærið í skóg­in­um eft­ir að ósætti og átök brut­ust út. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús en er ekki leng­ur í lífs­hættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert