Drag „búst fyrir sálina“

Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft.
Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft. Ljósmynd/Joel Andersson

„Þetta er búst fyrir sálina,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, viðburðarstjóri hjá Loft, um listformið drag. Að sögn Rakelar hafa mánaðarleg dragkvöld á Loft slegið í gegn síðan þau voru fyrst haldin síðustu áramót. Á kvöldunum mætast erlendar dragdrottningar í fullu starfi og íslenska dragsenan. Kvöldin eru hugsuð fyrir alla og hvetur Rakel fólk til að koma með mömmu og pabba.

Frelsið til að vera hver sem er

Upprunalega kemur orðið drag úr ensku, sem stytting á „dressed as a girl“. Drag er þó mun flóknara en það í dag og er bæði skemmtanaform og listform. Það getur verið af alls konar gerðum og er algjörlega óháð kyni.

Rakel segir drag snúast um frelsið til að vera hver sem maður vilji vera á þeirri stundi. „Þetta er búst fyrir sálina. Við getum verið ótrúlega glam eða ekki, verið karlmaður, verið kvenmaður, verið alls konar form af okkur,“ segir Rakel.

Manneskjan sé margbreytileg og það endurspeglist í dragi. „Við erum svo flókin, mannfólkið, og við eigum ekki að vera bara ein manneskja. Við erum margar manneskjur, og það er svo gaman að sjá það í dragi.“

Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði ...
Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði frumsamda tónlist sína. Ljósmynd/Joel Andersson


Dragdrottning í fullu starfi

Á hverju kvöldi kemur fram ein erlend drottning, sem er oftast bresk. „Þær koma í hálfgerðar sólarhringsferðir. Þær koma, mæta á giggið og fara svo aftur til London, því allar þessar dragdrottningar eru í fullu starfi!“ segir Rakel.

Hún nefnir sem dæmi að síðasta dragdrottningin, sem kom fram síðasta miðvikudag, Virgin Xtravaganza, hafi í beinu framhaldi haldið sýningu í London í gær. Því næst hafi hún komið fram í Bristol í kvöld og verði í Portúgal á morgun. „Þetta er massadagskrá hjá þessum dragdrottningum,“ segir Rakel.

Hugmyndin kviknaði í Brighton

Rakel Mjöll fékk hugmyndina að dragkvöldunum í námi í Brighton. Þar hafi hún kynnst breskri dragmenningu. „Ég hafði farið á dragsýningar áður en ekkert á við þetta,“ segir Rakel. Þrír bekkjarbræður Rakelar eru svo dragdrottningar og hugmyndin að kvöldunum á kviknaði í samtali þeirra á milli. Síðan hafa þeir allir komið fram á Loft.

Rakel segir meginhugmyndina bakvið viðburði á Loft vera að viðburðirnir séu fyrir alls konar fólk. „Það er frítt inn, fyrir alla aldurshóp og fullkomið hjólastólaaðgengi. Viðburðirnir eiga bæði að vera fyrir minnihlutahópa en samt ekki. Þetta er staður fyrir alla. Það er mikilvægt að öllum líði vel og séu velkomnir.“

Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag ...
Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag til að dansa með henni. Þau tóku vel í það. Ljósmynd/Joel Andersson


Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu

„Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu og kjól,“ segir Rakel Mjöll. Hún segir að það geti verið svo margt, hver dragdrottning sé ólík, sérhæfi sig í ákveðnum hluti og leggi áherslur á mismunandi svið.

Íslenskar dragdrottningar hita upp fyrir erlendu drottningarnar. Þær koma oftast úr samvinnuhópnum Dragsúgi. Rakel segir að með því að sameina kvöldin mætist íslenskt drag og erlent.

Þannig geta ungar íslenskar drottningar kynnst dragdrottningum í fullu starfi og fengið innblástur. „Það er svo gaman fyrir alla sem eru í ákveðnum listum að sjá einhvern sem að gefur manni innblástur og er að vinna við þetta í fullu starfi. Þá hugsar maður: „Kannski get ég gert þetta líka“,“ segir Rakel.

Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum.
Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum. Ljósmynd/Joel Andersson


Falinn menningarkimi tekinn í sátt

Rakel segir að síðan kvöldin hafi byrjað hafi salurinn alltaf verið troðfullur. Hún fagnar því hvað þróunin í drag á Íslandi sé hröð og jákvæð. Hún segist hlakka til að sjá þróunina eftir ár.

Í salnum myndist svo frábært andrúmsloft, þar sem löngum falin menningarkimi er loksins tekinn í sátt. „Allir verða svo æstir á þessum kvöldum. Fólk syngur með og öskrar. Allir taka myndir af sér með dragdrottningunum. Þetta er svo mikil upplifun,“ segir Rakel.

Kærleikur í herberginu

Erlendu dragdrottningarnar sem hafa leikið listir sínar á Loft hafa lofað íslenska áhorfendahópinn. „Þær eru þakklátar fyrir að hafa komið til Íslands,“ segir Rakel. Hún segir að í fyrstu viti þær ekki við hverju eigi að búast, enda ekki oft bókaðar til Íslands. „Svo mæta þær og þær vilja allar koma aftur,“ segir hún.

Rakel hvetur alla til að koma á dragkvöldin og að mæta með mömmu og pabba. „Þetta á að vera fjölskylduskemmtun líka finnst mér,“ segir hún. Hún segir að áhorfendahópurinn hafi hingað til verið alls konar fólk sem eigi það sameiginlegt að vilja láta skemmta sér.

Næsta dragkvöld Loft verður miðvikudagskvöldið, 16 ágúst, en þá kemur fram dragdrottningin Crystal Lubrikunt.

mbl.is

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...